Íbúafundir

Samantekt um leiðir sem Mosfellsbær hefur nýtt sér til íbúasamráðs í ýmsum málum á árunum 2009- 2010

Ábendingar og fyrirspurnir
Almennar ábendingar og fyrirspurnir:

Flýtileið á mos.is og íbúagátt Mosfellsbæjar. Koma í tölvupósti á Þjónustuver Mosfellsbæjar sem kemur ábendingum og fyrirspurnum á réttan aðila.

Hugmynd að hagræðingu:
Vefur Mosfellsbæjar

Settur upp hnappur á forsíðu mos.is þar sem fólki gafst kostur á að senda inn hugmyndir að hagræðingu.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, frétt og auglýsing á www.mos.is,, Facebook, með tölvupósti.

Rafræn stjórnsýsla
Íbúagátt:

Mosfellsbær tók í notkun íbúagátt á haustmánuðum 2008. Með tilkomu íbúagáttarinnar steig Mosfellsbær mikilvægt skref í átt að markmiðum sínum um skilvirka og ábyrga stjórnsýslu. Með íbúagáttinni eru bæjarbúar komnir í beint samband við bæinn sinn því nú geta þeir með rafrænum hætti sótt um þjónustu til sveitarfélagsins, sent inn formleg erindi, fylgst með framgangi sinna mála, skoðað greiðslustöðu, komið ábendingum á framfæri og ýmislegt fleira.

Vefur Mosfellsbæjar:
Mosfellsbær lét endurhanna vefsíðu sína haustið 2009 í því skyni að auðvelda aðgengi að upplýsingum um starfsemi sveitarfélagsins. Vefurinn hefur verið í sífelldri endurskoðun síðan. Sérstaklega var lögð áhersla á aðgengi fatlaðra að vefnum og hann gerður aðgengilegur fyrir lesvélar fyrir blinda og sjónskerta.

Íbúaþing og íbúafundir
Íbúafundur um fjárhagsáætlun 2011:

Haldinn í Hlégarði dags.
Markmiðið var að fá fram skoðun íbúa um hvar mætti spara og hvar ekki.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, mos.is, Facebook, með tölvupósti.

Íbúaþing um sjálfbæra þróun:
Haldinn í Lágafellsskóla 9. febrúar 2010

Tilgangurinn var að leita eftir skoðunum og hugmyndum íbúa varðandi sjálfbæra þróun sveitarfélagsins, og hafa þær til hliðsjónar við endurskoðunina. Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, Facebook, tölvuboðsbréf til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ.
Mæting: um 30

Íbúaþing um nýja skólastefnu:
Haldið í Lágafellsskóla 16. maí 2009

Markmiðið með Skólaþinginu var að sækja hugmyndir og skoðanir til íbúa Mosfellsbæjar sem og fagfólks á sviði skólamála í undirbúningi að gerð nýrrar skólastefnu Mosfellsbæjar. Markvisst var leitað hugmynda hjá börnum og ungmennum um hvað felist í góðum skóla.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, Facebook, tölvuboðsbréf til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ.
Mæting: rúmlega 100 manns

Skólaþing - um hugmyndir um nýja skólastefnu:
Haldið í Lágafellsskóla 23. apríl 2010

Farið yfir hugmyndir frá íbúaþingi um nýja skólastefnu og drög að nýrri skólastefnu lögð fyrir þingið. Drög að skólastefnu voru birt á vef Mosfellsbæjar í mars 2010 og voru jafnframt send hagsmunaaðilum og þátttakendum á skólaþingi til umsagnar.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, frétt og auglýsing á www.mos.is, Facebook, tölvuboðsbréf til hagsmunaaðila og þátttakenda á íbúaþingi um nýja skólastefnu í maði 2009 og einnig sent foreldrum í gengum Mentor.
Mæting: Um 40 manns.

Íbúaþing um endurskoðun aðalskipulags:
Haldið í Lágafellsskóla 17. október 2009

Markmiðið með skipulagsþinginu var að sækja hugmyndir og skoðanir íbúa Mosfellsbæjar um aðalskipulag Mosfellsbæjar sem nú er í endurskoðun. Á meðan þinginu stóð voru til sýnis á gangi skólans tillögur að deiliskipulagi miðbæjarins og 1. verðlaunatillaga úr samkeppni um kirkju og menningarhús.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, tölvuboðsbréf til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ.
Mæting: Um 60 manns

Íbúaþing um stefnumótun í menningarmálum:
Haldinn í Hraunhúsum 21. apríl 2009

Íbúafundur um Mosfellsbær stefnir íbúum á fund um stefnu á menningarsviði. Markmiðið var að stíga fyrstu skref í að móta stefnu fyrir menningarsviðið í heild sinni og byggja brýr milli hinna ólíku þátta sviðsins.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, frétt og auglýsing á www.mos.is, tölvupóstar sendir til félagasamtaka, stofnana og fyrirtækja í Mosfellsbæ. Mæting: Um 50 manns

Samráðsfundur um endurskoðun aðalskipulags – nýtt hesthúsahverfi:
Haldinn í Lágafellsskóla 2. mars 2010.

Umræðuefnið er nýtt hesthúsahverfi í Mosfellsbæ. Nokkur svæði hafa verið fundin sem hentað gætu fyrir nýtt hesthúsahverfi og var óskað eftir skoðunum íbúa á þeim.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, Facebook, tölvuboðsbréf til hagsmunaaðila.

Kynningar- og fræðslufundir
Kynningarfundur um Vesturlandsveg:
Haldinn í Hlégarði 19. maí 2009

Kynningarfundur um fyrirhugaðar framkvæmdir við Vesturlandsveg, haldinn með íbúum og hagsmunaaðilum.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, dreifimiði í hús.

Kynningarfundur um miðbæjarskipulag:
Haldinn 26. nóvember 2009 í Listasal Mosfellsbæjar.
Haldinn í tengslum við sýningu á tillögum um nýtt miðbæjarskipulag sem sett var upp á torgi í Kjarna 19. nóvember-7. desember 2009. Fulltrúar Mosfellsbæjar voru viðstaddir sýninguna alla virka daga milli kl. 17 og 17:30 og svöruðu spurningum um nýtt miðbæjarskipulag sem byggt var á hugmyndum íbúa sem fengnar voru með margvíslegum hætti, svo sem í rýnihópum, skoðanakönnunum ofl. frá árinu 2005.

Samráðsfundur um Leirvogstunguskóla:
Reglulegir samráðsfundir við íbúa í Leirvogstungu um fyrirhugaðan skóla í hverfinu.

Fræðslu- og samráðsfundur um umhverfismál og utanvegaakstur í Mosfellsbæ:
Haldinn í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna 18. nóvember 2010
Markmið að uppfræða almenning varðandi akstur á slóðum í bænum og fá fram mismunandi sjónarmið hagsmunaaðila og hugmyndir hvernig sé hægt að bregðast við.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, á Facebook, gegnum marga póstlista, á heimasíðu bæjarins.
Mæting: Fullt hús, 30-40 manns.

Ýmsir kynningarfundir og fræðsluerindi um Staðardagskrá 21 og sjálfbæra þróun:

Mosfellsbær hefur staðið fyrir ýmsum kynningum og fræðsluerindum, s.s. um Sd21 og sjálfbæra þróun, fyrir félagasamtök og fyrirtæki.

Málþing
Málþing um Staðardagskrá 21:

Haldið í Listasal Mosfellsbæjar 16. nóvember 2009
Fjallað var um hve sveitarfélög á Íslandi væru komin mislangt í vinnu sinni að sjálfbærri þróun undir merkjum Staðardagskrár 21. Farið var yfir og bornar saman mismunandi áherslur og aðferðafræði sveitarfélaga í þessum efnum.
Hvernig kynnt: Auglýst í Mosfellingi, greinaskrif í sama blað, frétt og auglýsing á www.mos.is, tölvuboðsbréf til hagsmunaaðila og áhugafólks um sjálfbæra þróun víða um land.

Auk þess sem talið hefur verið upp hér að ofan hafa verið haldnir fjölmargir kynningar- og fræðslufundir á vegum sveitarfélagins um hin ýmsu málefni í Mosfellsbæ.