Starfsmaður óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ

16/10/2018Starfsmaður óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ
Mosfellsbær auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í búsetukjarna fatlaðs fólks. Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni til liðs við okkur í 30% starfshlutfall – hentar vel meðfram skólanámi. Við veitum íbúum einstaklingsmiða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum. Svo leggjum við okkur fram við að skapa góða liðsheild. Við störfum samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbær í málaflokknum.
Meira ...

Trjágróður á lóðarmörkum

15/10/2018Trjágróður á lóðarmörkum
Mikilvægt er að garðeigendur hugi að því að trjágróður þeirra hafi ekki vaxið út á stíga eða götur með tilheyrandi óþægindum og mögulegri hættu fyrir vegfarendur, sérstaklega núna í skammdeginu þegar fjöldi barna er á ferðinni vegna skóla og tómstunda. Gangstéttir og göngustígar liggja víða um bæinn og eru mikilvæg til útivistar og samgangna milli staða, jafn fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Þegar trjágróður vex út fyrir lóðarmörk og út yfir gangstéttir og stíga bæjarins getur það skapað veruleg óþægindi og jafnvel hættu fyrir vegfarendur.
Meira ...

Minnum á opinn fund um stefnu í menningarmálum

15/10/2018Minnum á opinn fund um stefnu í menningarmálum
Þriðjudaginn 16. október verður haldinn opinn fundur menningar- og nýsköpunarnefndar um endurskoðun stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum í Hlégarði kl. 18:30-22:00. Allir áhugasamir eru boðnir velkomnir. Boðið verður upp á léttan málsverð og listamenn úr Mosfellsbæ munu stíga á stokk.
Meira ...

Opinn fundur um stefnu í menningarmálum

12/10/2018Opinn fundur um stefnu í menningarmálum
Opinn fundur menningar- og nýsköpunarnefndar um endurskoðun stefnu Mosfellsbæjar í menningarmálum. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 16. október kl. 18:30-22:00. Allir velkomnir. Boðið verður upp á léttan málsverð og listamenn úr Mosfellsbæ munu stíga á stokk.
Meira ...

Víðtæk truflun á þrýsting á köldu vatni í dalnum og Helgafellshverfi

10/10/2018Víðtæk truflun á þrýsting á köldu vatni í dalnum og Helgafellshverfi
Vegna bilunar í veitukerfi er truflun á þrýstingi kaldavatns í Mosfellsdal og Helgafellslandi. Unnið er að viðgerð. Sérstaka varúð skal sýna í umgengni við heitt vatn úr neysluvatnskrönum s.s. í eldhúsi og á baði þar sem kalt vatn til blöndunar er ekki tiltækt í vatnsleysi. Sérstaklega skal vara börn við þessari hættu og eftir atvikum skrúfa fyrir neysluvatnskrana á hitaveitugrind meðan á kaldavatnsleysi stendur.
Meira ...

Erum við að leita að þér ?

09/10/2018Erum við að leita að þér ?
Um þessar mundir eru nokkrar góðar stöður lausar til umsóknar hjá Mosfellsbæ sem vert er að skoða ef þú ert í atvinnuleit eða ert að hugsa um að breyta til. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.
Meira ...

Helgafellsskóli að taka á sig mynd

05/10/2018Helgafellsskóli að taka á sig mynd
Framkvæmdir Helgafellsskóla ganga vel og eru á áætlun. Stefnt er á að 1. – 5. bekkur og elsti árgangur í leikskóla byrji í skólanum eftir áramót. Á fundi bæjarráðs þann 12. apríl sl. var samþykkt að framkvæmdum við Helgafellsskóla yrði flýtt. Byggir sú ákvörðun fyrst og fremst á því að hraði uppbyggingarinnar í Helgafellshverfi er meiri en búist var við í upphafi. Meðfylgjandi frétt má sjá loftmynd af nýbyggingu Helgafellsskóla tekin í september 2018.
Meira ...

Frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ

04/10/2018Frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ
Vissir þú að það er frítt í sund fyrir börn og unglinga í Mosfellsbæ ? Börn 0-10 fá frítt í fylgd með fullorðnum. Unglingar 11 - 15 ára þurfa að framvísa sundkorti. Hægt er að sækja um kortið í sundlaugum Mosfellsbæjar. Kortið kostar kr. 600.
Meira ...

Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október

03/10/2018Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október
Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar. Lokað verður fyrir heitt vatn á Reykjahvoli fimmtudaginn 4. október 2018 vegna breytinga á stofnæð frá kl:09:00 og fram eftir degi. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Meira ...

Tvöföldun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ

02/10/2018 Tvöföldun Vesturlandsvegar í gegnum Mosfellsbæ
Mikilvægar samgöngubætur fyrir Mosfellinga komnar á samgönguáætlun. Nú liggur fyrir að tvær mikilvægar samgöngubætur eru komnar á áætlun samkvæmt drögum að samgönguáætlun sem nú liggja fyrir Alþingi. Samhliða þeirri vinnu rituðu framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra undir viljayfirlýsingu þann 21. september um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfðuborgarsvæðinu.
Meira ...

Síða 1 af 218