Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu og deiliskipulagstillagna

15/12/2018Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu og deiliskipulagstillagna
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum 14. nóvember 2018 samþykkt eftirtaldar aðal- og deiliskipulagstillögur, sem athugasemdir höfðu verið gerðar við í auglýsingu. Tillögurnar voru auglýstar 28. júlí 2018 með athugasemdarfresti til 9. september 2018:
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018

14/12/2018Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2018
Hjálpið okkur að finna íbúa Mosfellsbæjar sem iðka íþróttir utan sveitarfélagsins og hafa orðið Íslandsmeistarar, deildarmeistarar, bikarmeistarar, landsmótsmeistarar og hefur tekið þátt í og/eða æft með landsliði. Vinsamlegast sendið útnefningar á dana@mos.is fyrir 23. desember 2018. Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi Mosfellsbæjar í síma 6600750. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakarl og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar.
Meira ...

Mosfellsbær þakkar fyrir yndislega samveru

12/12/2018Mosfellsbær þakkar fyrir yndislega samveru
1. desember í köldu en fallegu veðri voru ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorginu. Mosfellsbær þakkar fyrir yndislega samveru sem á sér fastan sess í hjörtum bæjarbúa, og þeir fjölmenna á viðburðinn ár hvert.
Meira ...

Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið uppfærð

11/12/2018Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið uppfærð
Ný útgáfa af Íbúagátt Mosfellsbæjar hefur verið tekin í notkun. Sú nýjung sem blasir fyrst við, þegar íbúar skrá sig inn, er nýtt og léttara útlit vefsins. Þá er vefurinn einnig orðinn snjalltækjavænn. Umsóknakerfi vefsins hefur verið endurbætt þannig að auðveldara er að hafa yfirsýn yfir stöðu umsókna og fylgjast með samskiptum við starfsfólk bæjarin
Meira ...

Miklu hvassviðri spáð seinnipartinn

10/12/2018Miklu hvassviðri spáð seinnipartinn
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur gefið út veðurviðvörun sem á sérstaklega við efri byggðir höfuðborgarsvæðisins seinnipartinn í dag. Foreldrar yngri barna en 12 ára eru hvattir til að sækja börn sín eftir kl. 16 í dag.
Meira ...

Deiliskipulag Vesturlandsvegar - Kynning á vinnslutillögu

10/12/2018Deiliskipulag Vesturlandsvegar - Kynning á vinnslutillögu
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að vinna deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg innan Mosfellsbæjar, frá Skarhólabraut að Reykjavegi. Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar vinnslutillögu deiliskipulags Vesturlandsvegar. Vinnslutillaga og drög að umhverfisskýrslu eru kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum áður en bæjarstjórn tekur ákvörðun um að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi.
Meira ...

Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2018

07/12/2018Jólatónleikar Listaskóla Mosfellsbæjar 2018
Á næstunni er mikið um að vera í Listaskólanum. Jólatónleikar Listaskólans í nóvember og desember eru 13 talsins. Dagskráin er með ansi fjölbreyttu sniði og fara fram víða í sveitarfélaginu. Nokkrir tónleikar eru afstaðnir en hér má sjá dagskrá næstu daga. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir
Meira ...

Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu

06/12/2018Tilkynning um afgreiðslu aðalskipulagstillögu
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum þann 31. október 2018 samþykkt eftirfarandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem athugasemd hafði verið gerð við í auglýsingu: Stök íbúðarhús í Mosfellsdal, breyting á skipulagsákvæðum. Í tillögunni felst breyting á skipulagsákvæðum stakra íbúðarhúsa á óbyggðum svæðum (Ó) og landbúnaðarsvæðum (L) sem sett eru fram í kafla 4.2 í greinargerða aðalskipulagsins, þar sem heimilt verður að byggja annað íbúðarhús til viðbótar því sem fyrir er á viðkomandi landareign/lóð. Tillagan var auglýst og lá frami til kynningar frá 4. júní með athugasemdarfresti til 17. júlí 2018.
Meira ...

Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa

06/12/2018Helgafellsskóli - aðstoðarmatráður óskast til starfa
Við leitum að öflugum aðstoðarmatráði til starfa. Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi. Við leitum að starfsmanni í mötuneyti/aðstoðarmatráði í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Meira ...

Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast

06/12/2018Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast
Helgafellsskóli óskar eftir að ráða tómstundafræðing í fullt starf til að sjá um frístunda- og félagsstarf skólans ásamt því að koma að félagsfærni nemenda í samstarfi við kennara skólans. Starfsupphaf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.
Meira ...

Síða 1 af 223