Þjóðhátíðarhelgi í Mosó - Gleðilega hátíð

15/06/2018Þjóðhátíðarhelgi í Mosó - Gleðilega hátíð
17. júní verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ með glæsibrag. Á laugardaginn verður hátíðinni þjófstartað þegar Ísland leikur gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Leikurinn verður sýndur á risaskjá í Hlégarði og eru allir velkomnir. Leikurinn hefst kl. 13:00.
Meira ...

Ísland á risaskjá í Hlégarði

14/06/2018Ísland á risaskjá í Hlégarði
Fyrsti leikur Íslands á HM í Rússlandi verður sýndur á risaskjá í Hlégarði á laugardaginn. Ísland mætir Argentínu og hefst leikurinn kl. 13:00. Húsið opnar kl. 12:00 með upphitun þar sem Hlégarði verður breytt í fjölskylduvænt „fanzone“. Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu mun halda uppi stemningunni með andlitsmálun og skemmtilegum uppákomum og heitt verður á grillinu. Frítt inn fyrir alla fjölskylduna meðan húsrúm leyfir.
Meira ...

Baugshlíð lokuð að hluta dagana 13. og 14. júní

12/06/2018Baugshlíð lokuð að hluta dagana 13. og 14. júní
Vegna fráveituframkvæmda verður lokað fyrir umferð í hluta Baugshlíðar miðviku- og fimmtudaginn 13. og 14. júní frá kl. 7:00 og fram eftir degi. Lokunin nær frá Skálatúni að Klapparhlíð. Vegfarendum er bent á hjáleið um Langatanga. Við þökkum fyrir þolinmæðina á meðan á þessum framkvæmdum stendur.
Meira ...

Malbikun á Vesturlandsvegi

12/06/2018Malbikun á Vesturlandsvegi
Þriðjudaginn 12. júní er stefnt að því að malbika báðar akreinar á Vesturlandsvegi, frá hringtorgi við Langatanga að hrintorgi við Baugshlíð. Þrengt verður um eina akrein, búast má við lítilsháttar umferðartöfum. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 og 19:00.
Meira ...

Fréttahorn eldri borgara

12/06/2018Fréttahorn eldri borgara
Í sumar verður ekki send út vikudagskrá enda engin sérstök námskeið í gangi nema gangan er auðvitað allt árið. Við í félagsstarfinu óskum eftir gefins skarti ef einhver er að taka til. Ætlunin er að endurhanna og endurvinna skartið. Félagsstarfinu vantar alltaf fleiri sokka og vettlinga af öllum stærðum og gerðum til að selja á basarnum sem verður haldinn í nóvember næstkomandi.
Meira ...

Áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar

08/06/2018Áframhaldandi samstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri-grænna í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
Málefnasamningur Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs var formlega undirritaður við Hlégarð þriðjudaginn 5. júní. D- og V-listi fengu fimm af níu bæjarfulltrúa kjörna í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum og halda meirihlutasamstarfi sínu áfram sem hófst fyrst árið 2006. Málefnasamninginn í heild sinni má sjá hér:
Meira ...

Úttekt á öryggismálum leiksvæða í Mosfellsbæ

08/06/2018Úttekt á öryggismálum leiksvæða í Mosfellsbæ
Starfsmenn Mosfellsbæjar vinna nú að árlegri úttekt á öryggismálum leiksvæða í Mosfellsbæ, bæði opinna leiksvæða og leiksvæðum skólastofnana. Þar skoða starfsmenn öll leiktæki á leiksvæðum í Mosfellsbæ, meta ástand þeirra og gera áætlun um lagfæringar þar sem það á við. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fer einnig í reglubundið eftirlit með leiksvæðunum
Meira ...

Í túninu heima - Bæjarhátíð 2018 - Vilt þú taka þátt ?

08/06/2018Í túninu heima - Bæjarhátíð 2018 - Vilt þú taka þátt ?
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 24. -26. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef einhverjir luma á hugmyndum eða vilja vera með viðburði, þá endilega sendið tölvupóst á ituninuheima@mos.is
Meira ...

Krakkar úr Herði settu upp skemmtilegt leikrit

08/06/2018Krakkar úr Herði settu upp skemmtilegt leikrit
Hestakrakkar úr Herði tóku þátt í stórsýningunni Æskan og hesturinn. Atriði þeirra var leikritið Inspirit of Iceland eftir Ragnheiði Þorvalds reiðkennara. Foreldrar og unglingar aðstoðuðu við búningagerð, tónlist, flutning á hrossum og æfingar. Leikritið var einnig sýnt þann 1. maí í reiðhöll Harðar þegar bæjarbúum var boðið í sókn á degi íslenska hestsins.
Meira ...

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018

07/06/2018Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018
Óskað eftir umsóknum og tilnefningum um bæjarlistamann Mosfellsbæjar 2018. Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum í Mosfellsbæ og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2018. ​ Bæjarlistamaður mun á því ári sem hann er tilnefndur í samvinnu við menningarmálanefnd kynna sig og verk sín innan Mosfellsbæjar. Ennfremur mælist nefndin til þess að „Bæjar­listamaður Mosfellsbæjar“ láti nafnbótina koma fram sem víðast, bænum og listamanninum til framdráttar.
Meira ...

Síða 1 af 209