Fréttir

Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030

19/01/2018Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030
Tillaga að breytingu – vatnsgeymir í austurhlíðum Úlfarsfells sunnan Skarhólabrautar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Mosfellsbær áformar að reisa nýjan vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells suður af Skarhólabraut. Geymirinn mun þjónusta fyrirhugaða byggð í Lágafelli en einnig auka þrýsting í Mýrum og Krikum en það hefur lágur þrýstingur valdið vissum vandamálum. Breytingin felst í því að skilgreind er iðnaðarlóð (I) á fyrrgreindu svæði sem í gildandi aðalskipulagi er skilgreint sem „Óbyggð svæði Ó/ÓB“.
Meira ...

Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030

19/01/2018Kynning á verkefnislýsingum: Breytingar á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030
Mosfellsbær auglýsir hér með til kynningar verkefnislýsingu skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Landbúnaðarsvæði við Hrísbrú í Mosfellsdal: Breytingin felst í að 10.6 ha. spildu úr landbúnaðarsvæði (205-L) er breytt í afþreyingar- og ferðamannasvæði (243-AF). Við það breytast einnig yfirlitstöflur landbúnaðarsvæða í kafla 4.14 og afþreyingar- og ferðamannasvæða í greinargerð aðalskipulags. Á svæðinu er fyrirhugað að reisa höfðingjasetur með skírskotun til íslenskrar miðaldamenningar.
Meira ...

Framtíðarsýn og áherslur Mosfellsbæjar

18/01/2018Framtíðarsýn og áherslur Mosfellsbæjar
Mosfellsbær er fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Að veita þjónustu sem mætir þörfum, vera til staðar fyrir fólk og þróa samfélagið í rétta átt eru leiðarstefin í stefnu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem bæjarráð samþykkti á síðasta ári.
Meira ...

Álagning fasteignagjalda 2018

18/01/2018Álagning fasteignagjalda 2018
Tilkynning til eigenda fasteigna í Mosfellsbæ. Álagning fasteignagjalda 2018 hefur farið fram og má sjá forsendur útreikninga hér á heimasíðu Mosfellsbæjar. Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir rafrænt á upplýsinga- og þjónustuveitunni www.island.is og íbúagátt Mosfellsbæjar, ibuagatt.mosfellsbaer.is. Fasteignagjöld skiptast á níu gjalddaga frá 15. janúar til 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar.
Meira ...

Neysluvatn í Mosfellsbæ er ómengað

16/01/2018Neysluvatn í Mosfellsbæ er ómengað
Að gefnu tilefni er rétt að taka fram að neysluvatn sem dreift er í Mosfellsbæ er laust við jarðvegsgerla sem mælst hafa á höfuðborgarsvæðinu. Það er því óhætt að neyta þess og ekki þörf á að sjóða það eins og lagt hefur verið til í flestum hverfum í Reykjavík. Neysluvatn í Mosfellsbæ kemur ekki af vatnstökusvæðum þar sem jarðvegsgerla hefur orðið vart en að auki kemur hluti neysluvatns í Mosfellsbæ úr okkar eigin vatnsbólum.
Meira ...

Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2017

15/01/2018Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellsbæjar árið 2017
Eins og síðustu ár kjósa aðal- og varamenn í Íþrótta- og tómstundanefnd ásamt bæjarbúum íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2017. Hér má sjá nöfn þeirra einstaklinga sem tilnefndir eru fyrir árið 2017 og lesa nánar um íþróttafólkið og þeirra helstu afrek á árinu.
Meira ...

Vilt þú starfa sem lögmaður Mosfellsbæjar?

12/01/2018
Lögmaður hefur yfirumsjón með lögfræðilegum málefnum á vegum bæjarins. Hann er ráðgjafi bæjarstjóra, bæjarráðs, bæjarstjórnar, nefnda, sviða, deilda og stofnana bæjarins varðandi lögfræðileg málefni. Hann ber ábyrgð á og stýrir undirbúningi og flutningi dómsmála fyrir dómstólum landsins og sér um samskipti við lögmenn utanhúss. Hann veitir ráðgjöf við samningaumleitanir, samningagerð og aðra skjalagerð, ásamt því að veita veita upplýsingar um tryggingamál. Lögmaður Mosfellsbæjar er ritari bæjarráðs og bæjarstjórnar og sér um boðun funda og samskipti við kjörna fulltrúa
Meira ...

Íbúar í Mosfellsbæ eru ánægðir með bæinn sinn

12/01/2018Íbúar í Mosfellsbæ eru ánægðir með bæinn sinn
Mosfellsbær er í öðru sæti samkvæmt árlegri könnun Gallup á þjónustu sveitarfélaga en könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 91% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Í fremstu röð meðal sveitarfélaga
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

12/01/2018Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftir¬tald-a tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Íþróttasvæði Varmá, Knatthús. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Íþróttasvæðis Varmá.
Meira ...

Jón Kalman valinn Mosfellingur ársins af bæjarblaðinu Mosfellingi

11/01/2018Jón Kalman valinn Mosfellingur ársins af bæjarblaðinu Mosfellingi
Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2017 af bæjarblaðinu Mosfellingi. Hann gaf út skáldsöguna Saga Ástu fyrir jólin og fékk hún hvern fimm stjörnu dóminn á fætur öðrum.
Meira ...

Síða 1 af 196