Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla

17/08/2018Starfsfólk óskast í Leirvogstunguskóla
Vegna stækkunar skólans í haust vantar deildarstjóra á elstu barna deild í 80 -100% starf. Einnig auglýsum við eftir starfsmanni í afleysingar inni á deildum í 100 % starf. Leirvogstunguskóli er nýlegur leikskóli sem mun í haust verða fjögra deilda leikskóli með um 80 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er markvisst eftir kennsluaðferðinni Leikur að læra sem gengur út á að kenna börnum hljóð, stafi, stærðfræði, forn og liti í gegnum söngva, leiki og hreyfingu.
Meira ...

Laus staða dönskukennara í Lágafellsskóla

17/08/2018Laus staða dönskukennara í Lágafellsskóla
Vegna forfalla vantar okkur dönskukennara á unglingastig í 60% starfshlutfall. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum.
Meira ...

Umferðatafir á Helgafellsvegi

15/08/2018Umferðatafir á Helgafellsvegi
Fimmtudaginn 16.08 frá kl. 09:00 (veðurháð) verður unnið við malbiksyfirlögn á Helgafellsvegi frá hringtorgi við Ásaveg og Vefarastræti, niður fyrir steypta miðeyju. Umferð verður stýrt þannig að akstur er stöðvaður í aðra áttina á meðan umferð úr hinni áttinni er hleypt í gegn þannig að götunni er aldrei lokað. Beðist er velvirðingar á umferðartöfum sem af munu hljótast.
Meira ...

Upphaf skólaárs og skólasetningar

15/08/2018Upphaf skólaárs og skólasetningar
Leikskólar Mosfellsbæjar og Krikaskóli hófu sitt starf í síðustu viku að loknum árlegum sumarleikskóla Mosfellsbæjar. Þessa dagana eru starfsmenn leikskólanna að taka á móti börnum fædd 2016 sem og nýjum og eldri börnum fædd 2013-2015, en öll börn fædd 2016 eða fyrr hafa fengið úthlutað leikskólaplássi hafi þau sótt um fyrir sumarfrí. Unnið er í afgreiðslu umsókna barna, fædd 2016 eða fyrr, sem bárust seinni hluta sumars og verða þær afgreiddar eins fljótt og auðið er.
Meira ...

Lokun bæjarskrifstofu kl. 16.00 í dag.

15/08/2018Lokun bæjarskrifstofu kl. 16.00 í dag.
Bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar loka kl. 16.00 í dag, miðvikudaginn 15. ágúst, vegna starfsdags. Við opnum aftur kl. 8.00 á morgun, fimmtudaginn 16. ágúst.
Meira ...

Viðgerðir í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli

14/08/2018Viðgerðir í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli
Unnið er að viðhaldi í Íþróttamiðstöðinni Lágafelli næstkomandi fimmtudag 16.08 og föstudag 17.08 og er því húsið lokað. Þetta á einnig við æfingaraðstöðu World Class sem og sundlauginni.
Meira ...

Vinabæjarráðstefna í Mosfellsbæ

14/08/2018Vinabæjarráðstefna í Mosfellsbæ
Vinabæjarráðstefna verður haldin í Mosfellsbæ dagana 16.-17.ágúst næstkomandi. Vinabæir Mosfellsbæjar eru fjórir þ.e. Thisted í Danmörku, Loimaa í Finnlandi, Uddevalla í Svíþjóð og Skien í Noregi. Ráðstefnugestir eru um 70 talsins og eru þar á meðal tveir listamenn frá hverju landi sem taka þátt í menningarverkefninu NArt. Einnig er sérstakt unglingaverkefni samhliða ráðstefnunni. Frá hverju landi koma fjórir unglingar fæddir árið 2003 ásamt hópstjóra og eru þátttakendur samtals 25. Þau gista saman, fara í ferðir og taka þátt í ýmsum uppákomum.
Meira ...

Leiðrétting - Tillögur að deiliskipulagi áður auglýst 4. júlí.

30/07/2018Leiðrétting - Tillögur að deiliskipulagi áður auglýst 4. júlí.
Auglýsing birtist þann 4. júlí síðastliðinn, en þar var ranglega farið með auglýsingatíma og athugasemdarfrest á tillögum að deiliskipulagi. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal tillaga vera til sýnis eigi skemmri tíma en sex vikur og aðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu innan sama frest frá birtingu auglýsingar. Auglýstur var einungis fimm vikna auglýsingartími og athugasemdarfrestur. Auglýsingatími og athugsemdafrestur mun því vera framlengdur um rúma viku eða til og með 18. ágúst 2018.
Meira ...

Leiðrétting - Fjórar tillögur að breytingu á deiliskipulagi áður auglýst 21. júlí

30/07/2018Leiðrétting - Fjórar tillögur að breytingu á deiliskipulagi áður auglýst 21. júlí
Auglýsing birtist þann 21. júlí síðastliðinn, en þar var ranglega farið með auglýsingatíma og athugasemdarfrest á tillögum að deiliskipulagi. Samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal tillaga að breytingu vera til sýnis eigi skemmri tíma en sex vikur og aðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögu innan sama frest frá birtingu auglýsingar. Auglýstur var einungis fimm vikna auglýsingartími og athugasemdarfrestur. Auglýsingatími og athugsemdafrestur mun því vera framlengdur um rúma viku eða til og með 5. september 2018. Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tillögur að breytingu á deiliskipulagi:
Meira ...

Breyting á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011 – 2030, ein tillaga að deiliskipulagi og sjö tillögur að breytingum á deiliskipulagi

26/07/2018Breyting á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011 – 2030, ein tillaga að deiliskipulagi og sjö tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - tillaga að breytingu – reiðleiðir og vegtengingar í Mosfellsdal Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vegna nýs deiliskipulags fyrir Þingvallaveg í Mosfellsdal er gert ráð fyrir að fella niður reiðleið meðfram Þingvallavegi, breyta vegtengingum og bæta við undirgöngum.
Meira ...

Síða 1 af 212