Skólastjóri í MOSFELLSBÆ

24/04/2018Skólastjóri í MOSFELLSBÆ
Mosfellsbær hefur verið í fararbroddi í nýbreytni í skólastarfi. Nýr skóli er í mótun, Helgafellsskóli sem tekur til starfa í byrjun árs 2019. Í fullbyggðum skóla er gert ráð fyrir 600 nemendum í grunnskóla og 110 í leiksskóla. Umgjörð skólans er heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Hugmyndafræði skólans varð til í samvinnu rýnihópa í samfélaginu og hönnun skólans tók mið af því. Grunngildi menntunar skapa umgjörð skólastarfsins ásamt uppeldismarkmiðum sem lúta að hreyfingu, hollustu, leik, sköpun, listnámi og upplýsingatækni.
Meira ...

Hestamenn bjóða heim 1. maí

24/04/2018Hestamenn bjóða heim 1. maí
OPIÐ HÚS á degi íslenska hestsins - Hestamannafélagið Hörður býður bæjarbúa velkomna á opið hús í reiðhöll félagsins að Varmárbökkum þriðjudaginn 1. maí kl. 15:00. Boðið verður uppá stutta og fjöruga sýningu. Að sýningu lokinni gefst gestum kostur á að klappa hestunum og spjalla við knapana. Upplýsingabás um starfsemi félagsins verður á staðnum og vöfflusala.
Meira ...

Leikskólinn Hlíð - Matráður

23/04/2018Leikskólinn Hlíð - Matráður
Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að matráð. Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Hlíð er skóli á „grænni grein“ sem er alþjóðlegt verkefni er miðar að betri vitund nemenda og kennara um umhverfismál. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára og er sérstaklega óskað eftir matráð með brennandi áhuga á næringu ungra barna.
Meira ...

Opnun útboðs - Helgafellsskóli – Lóðarfrágangur

20/04/2018Opnun útboðs - Helgafellsskóli – Lóðarfrágangur
Þann 13. apríl 2018 voru tilboð opnuð í verkinu: „Helgafellsskóli – Lóðarfrágangur„ Engar athugasemdir voru gerðar fyrir opnun
Meira ...

Opið fyrir umsóknir í Listasal Mosfellsbæjar

18/04/2018Opið fyrir umsóknir í Listasal Mosfellsbæjar
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um einka- og samsýningar fyrir sýningarárið 2019. Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í hjarta Mosfellsbæjar, staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar. Sýningar standa að jafnaði um fimm vikur og er salurinn lánaður endurgjaldslaust.
Meira ...

Hreinsunarátak í Mosfellsbæ - VORIÐ ER Á NÆSTA LEITI

17/04/2018Hreinsunarátak í Mosfellsbæ - VORIÐ ER Á NÆSTA LEITI
Mosfellsbær minnir á hreinsunarátak sem er dagana 12. apríl til 3. maí. Íbúar eru hvattir til að huga að umhverfinu og hreinsa í kringum hús sín og næsta umhverfi enda vorið á næsta leiti. Gámar fyrir garðaúrgang verða aðgengilegir á þessu tímabili í hverfum bæjarins á eftirtöldum stöðum:
Meira ...

Mosfellsbær hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC 2018

16/04/2018Mosfellsbær hlýtur gullmerki Jafnlaunaúttektar PwC 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar ákvað á 1285. fundi sínum að hefja vinnu við framkvæmd jafnlaunaúttekt hjá sveitarfélaginu og var PwC falið það verkefni. Markmið úttektarinnar var að greina hvort að sveitarfélagið greiði starfsmönnum, óháð kyni, sömu laun fyrir sambærileg störf.
Meira ...

Menningarvika leikskólabarna í Mosfellsbæ

16/04/2018Menningarvika leikskólabarna í Mosfellsbæ
Árleg menningarvika leikskólabarna í Mosfellsbæ verður haldin 13. - 23. apríl næstkomandi á torginu í Kjarna. Leikskólabörn Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu þessa daga. Sýningin gefur innsýn í það frábæra og fjölbreytta starf sem unnið er í leikskólum bæjarins. Einnig verður boðið upp á söng leikskólabarna fyrir gesti og gangandi við undirleik Helga Einarssonar á eftirfarandi dögum kl: 14:00
Meira ...

Varmárskóli vann upplestrarkeppnina

16/04/2018Varmárskóli vann upplestrarkeppnina
Í tilefni 20 ára afmælis Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ var keppnin haldin í Framhaldsskólanum. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar úr 7. bekkjum Lágafells- og Varmárskóla. Upplesarar stóðu sig vel en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldins. Tómas Berg Þórðarson í 7. HH Varmár­skóla hreppti fyrsta sætið, annað sætið fór til Emmu Óskar Gunnarsdóttur 7. ÁPR Lágafellsskóla og þriðja sætið hlaut Guðrún Embla Finnsdóttir 7. ÁB Varmárskóla.
Meira ...

Vel heppnaður fundur umhverfisnefndar

14/04/2018Vel heppnaður fundur umhverfisnefndar
Síðastliðið haust samþykkti umhverfisnefnd Mosfellsbæjar að hefja endurskoðun á umhverfisstefnu bæjarins með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Nefndin stóð fyrir opnum fundi í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar þann 22. mars þar sem um 40 manns mættu til að ræða hugmyndir sínar og tillögur um stefnuna.
Meira ...

Síða 1 af 202