Afturköllun á auglýsingu

17/04/2019Afturköllun á auglýsingu
Mosfellsbær auglýsti þann 17. apríl sl. eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi: Tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Deiliskipulagsáfangi IV – Helgafellsland Mosfellsbæ. Breytingin felur í sér að í stað 113 íbúða á deiliskipulagssvæðinu verði heimilað að byggja fleiri minni og fjölbreyttari íbúðir. Auglýsingin er hér með afturkölluð og felld úr gildi
Meira ...

Styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka

16/04/2019Styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagsamtaka
Mosfellsbær auglýsir eftir umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka. Um er að ræða styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni.
Meira ...

Varmárskóli ytra byrði, endurbætur- Útboð

16/04/2019Varmárskóli ytra byrði, endurbætur- Útboð
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Viðhaldsframkvæmdir „Varmárskóli yngri deild“. Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna viðhaldsframkvæmda við Varmárskóla, yngri deild, Skólabraut 6 í Mosfellsbæ. Verkefni þetta felur í sér endurnýjun á hluta þakefna, glugga ásamt múrviðgerðum og málun. Sérstaklega mikilvægt er að verktaki taki tilliti til og lágmarki rask skólahalds.
Meira ...

Malbiksútboð - Mosfellsbæ

16/04/2019Malbiksútboð - Mosfellsbæ
Mosfellsbær óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði vegna malbikunar í Mosfellsbæ. Verktaki sem fær verkefnið mun þurfa að gera ráð fyrir og taka tillit til m.a. nágranna, umferð íbúa sem og annarra verktaka í og við framkvæmdasvæði.
Meira ...

Tillögur að breytingum á deiliskipulagi

16/04/2019Tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tvær tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Deiliskipulagsáfangi IV – spildur úr landi Hraðastaða - Mosfellsdal
Meira ...

Kaldavatnslaust í Reykjahvoli

15/04/2019Kaldavatnslaust í Reykjahvoli
Lokað verður fyrir kalt vatn í Reykjahvoli frá 9:30 og fram yfir hádegi þriðjudaginn 16. apríl vegna viðgerðar á stofnlög. Sjá nánar á mynd sem fylgir
Meira ...

Gámar fyrir íbúa vegna hreinsunar gróðurs og lóða.

15/04/2019Gámar fyrir íbúa vegna hreinsunar gróðurs og lóða.
Tafir urðu á uppsetningu gáma á eftirtöldum stöðum ætlað fyrir gróðurúrgang fyrir íbúa sem taka þátt í hreinsunarátakinu með okkur. Gámarnir verða settir upp í dag og á næstu dögum. Biðjumst við velvirðingar á þessum töfum.
Meira ...

Þorrablótsnefnd Aftureldingar færir skilti með merki félagsins að gjöf

12/04/2019Þorrablótsnefnd Aftureldingar færir skilti með merki félagsins að gjöf
Á 110 ára afmælisdegi Aftureldingar 11.apríl síðastliðinn færði Þorrablótsnefnd Aftureldingar félaginu og Mosfellsbæ glæsilegt skilti með merki félagsins að gjöf og hefur því verið komið fyrir við aðkomu að íþróttahúsinu að Varmá. Mosfellsbær þakkar fyrir þessa góðu gjöf Þorrablótsnefndarinnar. Gjöfin var smíðuð af Ásgarði Handverkstæði sem er nú búið að bæta enn einu af sínum fallegu verkum við bæjarmyndina okkar. Skiltið með merki Aftureldingar er því orðið eitt helsta kennileiti Varmársvæðisins.
Meira ...

Íþróttafélagið Afturelding 110 ára

12/04/2019Íþróttafélagið Afturelding 110 ára
Íþróttafélag okkar Mosfellinga, Afturelding, átti 110 ára afmæli þann 11.apríl síðastliðinn. Það er aldeilis góður aldur fyrir íþróttafélag í bæjarfélagi sem er mun yngra. Afturelding hefur verið hluti af þeim lífsgæðum og þeirri upplifun sem fólk hefur af því að búa í Mosfellsbæ. Ungar fjölskyldur með börn eru í meiri hluta íbúa bæjarins og öflugt íþróttafélag hefur sannarlega áhrif á ákvörðun fólks um búsetu. Það má því segja að félagið hafi átt sinn hlut í þeirri miklu fólksfjölgun sem hefur orðið í bænum okkar síðastliðin ár.
Meira ...

Opnun útboðs - Helgafellsskóli nýbygging, 2-3.áfangi.

12/04/2019Opnun útboðs - Helgafellsskóli nýbygging, 2-3.áfangi.
Þann 12. apríl 2019 kl. 13:00 voru opnuð tilboð í verkið "Helgafellsskóli nýbygging - fullnaðarfrágangur 2-3 áfanga". Engar athugasemdir bárust fyrir opnun. Eftirfarandi tilboð bárust:
Meira ...

Síða 1 af 230