Fréttir

Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ

16/08/2017Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ
Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2017-2018 verða um 210 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.
Meira ...

Ókeypis bókasafnskort fyrir íbúa Mosfellsbæjar

11/08/2017Ókeypis bókasafnskort fyrir íbúa Mosfellsbæjar
Haldið er upp á 30 ára afmæli Mosfellsbæjar um þessar mundir. Af því tilefni hefur bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkt að framvegis standi íbúum Mosfellsbæjar til boða ókeypis bókasafnskort. Markmiðið er að hvetja til lesturs og minna á bókmenntaarf Mosfellsbæjar. Í bænum er öflugt og vel sótt bókasafn sem þjónar bæjarbúum og hefur þróast með bænum í gegnum tíðina. Saga Bókasafns Mosfellsbæjar nær aftur til ársins 1890 með stofnun Lestrarfélags Lágafellssóknar og er saga þess samofin þróun byggðar í Mosfellsbæ.
Meira ...

Laus störf í Leirvogstunguskóla

09/08/2017Laus störf í Leirvogstunguskóla
LEIRVOGSTUNGUSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ LEIKSKÓLAKENNARA OG STARFSFÓLKI Á DEILDIR. Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er eftir nýrri kennsluaðferð sem nefnist „ Leikur að læra“ og miðar að því að kenna börnum hljóð og stafi sem og stærðfræði í gegnum hreyfingu og skynjun á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Þessa dagana tekur skólinn þátt í Erasmusverkefni ásamt fimm öðrum Evrópuþjóðum og miðlar það verkefni menningu og kennsluaðferðum milli landa. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Meira ...

Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli – Opinber heimsókn forseta Íslands

08/08/2017Mosfellsbær fagnar 30 ára afmæli – Opinber heimsókn forseta Íslands
Dagana 9. til 27. ágúst verður boðið upp á skemmtidagskrá í bænum fyrir alla fjölskylduna. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Eliza Reid koma í opinbera heimsókn í Mosfellsbæ afmælisdaginn 9. ágúst. Bæjarstjóri og bæjarstjórn taka á móti forsetanum og fylgdarliði hans í skógræktinni við Hamrahlíð klukkan 9.30. Farið verður um bæinn og forsetinn heimsækir fólk og fyrirtæki. Milli klukkan 15 og 16 verður hópurinn í Álafosskvos. Í lok dags verður hátíðardagskrá í Hlégarði og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Meira ...

Yfirþroskaþjálfi í búsetukjarna í Mosfellsbæ

08/08/2017Yfirþroskaþjálfi í búsetukjarna í Mosfellsbæ
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR YFIRÞROSKAÞJÁLFA Í BÚSETUKJARNA. Yfirþroskaþjálfi starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningarsamning, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbær í málaflokknum.
Meira ...

Tillaga að breytingu - Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar

03/08/2017Tillaga að breytingu - Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar
Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030. Tillaga að breytingu – svæði austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í breytingunni felst að 0.64 ha. af 1.6 ha. á svæði 409-S austan gatnamóta Vesturlandsvegar og Skarhólabrautar er breytt úr stofnanasvæði í verslunar- og þjónustusvæði (418-VÞ). Breytingartillagan verður til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 4. ágúst 2017 til og með 18. sepember 2017 og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Mosfellsbæjar á slóðinni: mosfellsbaer.is/skipulagsauglysingar.
Meira ...

Leirvogstunguvegur þveraður vegna hitaveitu

01/08/2017Leirvogstunguvegur þveraður vegna hitaveitu
Verið er að tengja hitaveitu yfir Leirvogstunguveg ásamt vinnu við aðrar veitulagnir. Verktaki sem kemur að framkvæmd stefnir á að þvera Leirvogstunguveg seinni hluta vikunnar. Framkvæmdin verður í tveimur færum þannig að gatan verðu alltaf opin í aðra áttina. Beðist er velvirðingar á umferðartöfum sem orðið geta í Leirvogstunguhverfi frá Vesturlandsveg en íbúar eru hvattir til að nota Tunguveg á meðan framkvæmdum stendur.
Meira ...

Óskað eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga

31/07/2017Óskað eftir tilnefningum  til umhverfisviðurkenninga
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Mosfellsbæjar fyrir árið 2017. Umhverfisnefnd veitir árlega umhverfisviðurkenningar völdum aðilum í Mosfellsbæ sem skarað hafa fram úr í umhverfismálum. Óskað er eftir tilnefningum frá almenningi um hver hljóta skuli þessa viðurkenningu nú í ár. Hægt er að tilnefna einstaklinga, garða, götur, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki í Mosfellsbæ.
Meira ...

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24

28/07/2017Tillaga að breytingu á deiliskipulagi að miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 eftir¬tald¬a tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Miðbær Mosfellsbæjar, Háholt 20-24. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Mosfellsbæjar. Breytingin felst í eftirfarandi
Meira ...

BMX BRÓS sýna listir sínar á miðbæjartorginu

27/07/2017BMX BRÓS sýna listir sínar á miðbæjartorginu
Fimmtudaginn 27. júlí mæta snillingarnir í BMX Brós á Torgið okkar við Kjarna kl 16:30. Þar munu þeir sýna listir sínar og bregða á leik. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykku
Meira ...

Síða 1 af 187