Gjöf til bæjarbúa

18/09/2015

Næstu helgi mun frjálsíþróttadeild Aftureldingar dreifa fjölnota innkaupapokum inn á öll heimili í Mosfellsbæ. Aðdragandi þessa verkefnis er sá að bæjarráð samþykkti á 1189. fundi sínum að verða við erindi Heilsuvinjar Mosfellsbæjar um framleiðslu og dreifingu fjölnota innkaupapoka á öll heimili í Mosfellsbæ. Eitt helsta markmið verkefnisins er að draga út Umhverfisnefnd gaf umsögn um verkefnið og þar kom fram að lögð skyldi áhersla á að verkefnið yrði kynnt þannig að markmið þess væri að minnka plastpokanotkun íbúa. 


Til að vekja enn frekar athygli á verkefninu var opinn fundur á degi íslenskrar náttúru þann 16. september um grænan lífstíl. Þar komu sérfræðingar frá Embætti landlæknis, Umhverfisstofnun og Heilsuvin og fjölluðu um ýmsar hliðar á því að tileinka sér grænan lífsstíl og áhrif þess á heilsu okkar. Efni fyrirlestranna verður aðgengilegt hér á heimasíðunni undir Heilsueflandi samfélag innan fárra daga.

  

Til baka