Lausar stöður í Lágafellsskóla

17/03/2017
Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi, ásamt 5 ára leikskóladeildum. 

Vegna forfalla er laus staða umsjónarkennara í 2. bekk í Höfðabergi. 

Um er að ræða 100% starf, tímabundið út skólaárið.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Áhugi á starfi með börnum
  • Áhugi á starfsþróun og nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi 
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki

 

Deildarstjóri óskast á leikskóladeild 5 ára barna í Höfðabergi. 

Um er að ræða 100% starfshlutfall og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Í Höfðabergi eru þrjár deildir 5 ára leikskólabarna ásamt 1. og 2. bekk grunnskóla


Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun
  • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
  • Góð færni í samvinnu og samskiptum
  • Áhugi og metnaður á starfi með börnum
  • Áhugi á starfsþróun, nýjum og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi 
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. 

Upplýsingar veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri í síma 525 9200 / 896 8230. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið johannam@lagafellsskoli.is 

Umsóknarfrestur um störfin er til 31. mars 2017.


Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.


Til baka