Lausar stöður í Krikaskóla, Mosfellsbæ

19/05/2017
Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2016-2017 verða um 200 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.

Skilyrði fyrir ráðningu í Krikaskóla er að viðkomandi hafi ánægju af börnum í öllum sínum fjölbreytileika, hafi ríka samskiptahæfni í hröðu og lifandi umhverfi skólastarfsins og eigi auðvelt með að taka ábyrgð á sjálfum sér.

Laus störf til umsóknar:

 • Grunnskólakennari í 100%
  starf með 6 til 9 ára börnum til eins árs vegna námsleyfa. Grunnskólakennarar í Krikaskóla starfa í teymi og gert er samkomulag við hvern og einn þeirra í ljósi starfshátta og fyrirkomulags skólans. Skilyrði fyrir ráðningu er leyfisbréf grunnskólakennara.
   
 • Leikskólakennari eða starfsmaður í leikskóla 
  óskast til starfa.
  Um 100% framtíðarstarf er að ræða. 

 • Starfsmaður í frístundastarf 
  um 50% hlutastarf til framtíðar er að ræða, en möguleiki á að auka í 100% stöðugildi með vinnu í öðrum 

 • Stuðningsfulltrúi 
  sem liðsmaður einstakra barna á grunnskólaaldri. Menntun og reynsla af störfum með fötluðum börnum æskileg. Um 100% framtíðarstarf er að ræða. 


Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um starfið.


Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2017.

Áhugasömum er bent á að kynna sér heimasíðu skólans www.krikaskoli.is og senda má inn fyrirspurn og/eða umsókn um starf á netfangið krikaskoli@krikaskoli.is

Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Krikaskóla, Þrúður Hjelm thrudur@krikaskoli.is eða Ágústa Óladóttir sviðstjóri Krikaskóla


Til baka