Stuðningsfjölskylda í Mosfellsbæ

13/07/2017
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir stuðningsfjölskyldu til stuðnings við ungan fatlaðan dreng og fjölskyldu hans.
Um er að ræða eina helgi í mánuði þar sem drengurinn myndi dvelja á heimili viðkomandi stuðningsfjölskyldu í 2-3 sólahringa, eftir samkomulagi.
Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun, en mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.

Áhugasamir hafi samband við Kristbjörgu Hjaltadóttur ráðgjafarþroskaþjálfa á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar í síma 525-6700, netfang khjalta@mos.is

Til baka