UPPFÆRT / FRESTUN: Tilkynning frá Hitaveitu Mosfellsbæjar

09/02/2018

Framkvæmdum er áttu að vera laugardaginn 10. febrúar verður frestað vegna veðurs fram til 17. febrúar en þá verður lokun og truflun á þrýsingi á heitu vatni vegna viðgerða á stofnlögn í Mosfellsbæ. Unnið verður að viðgerða frá kl: 8:30 og fram eftir degi.

Lokun verður í Bjarkarholti á heitu vatni. Minni þrýstingur verður í öllu hverfinu fyrir neðan Vesturlandsveg frá Baugshlíð að Varmárskóla. Minnkunin á þrýsting nær eins og áður sagði frá Baugshlíð við Skálatún ásamt Hlíðartúnshverfi og að Varmárskóla fyrir neðan Vesturlandsveg.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Hitaveitu Mosfellsbæjar biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Skýring á mynd:
Á grænu svæði verður minnkun á þrýsting.
Á rauðu svæði lokast alveg fyrir vatn.

 

Lagfæring á stofnlögn


Til baka