Lóðir við Fossatungu og Kvíslartungu tilbúnar til úthlutunar

09/03/2018

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og verð við úthlutun á 31 lóð við Fossatungu og Kvíslartungu í Mosfellsbæ.

Um er að ræða stækkun Leirvogstunguhverfis til austurs í átt að Köldukvísl. Leirvogstunguhverfið er glæsilegt sérbýlishúsahverfi í Mosfellsbæ sem afmarkast af Leirvoginum og Vesturlandsvegi.

Hér gefur að líta helstu upplýsingar um þessar lóðir.

Umsóknum um lóðir skal skilað á þar til gerðu eyðublaði ásamt fylgigögnum eigi síðar en 5. apríl 2018 á tölvupóstfangið mos@mos.is.

Umsækjendum er heimilt að sækja um fleira en eina lóð. Einungis skal sækja um eina lóð í hverri umsókn. Verði umsóknir um einstaka lóð fleiri en ein verður dregið úr öllum innsendum umsóknum fyrir þá lóð. Umsækjendum um lóðir verður gefin kostur á að vera viðstaddir útdrátt og verður hann auglýstur með viku fyrirvara á heimasíðu Mosfellsbæjar. Útdrátturinn verður framkvæmdur af eða undir eftirliti sýslumanns eða annars hlutlauss aðila.

Nánari upplýsingar er að finna í úthlutunarskilmálum.

Verð lóða samanstendur af gatnagerðargjaldi sem er 32.082 kr. á m² auk byggingaréttargjalds sem er misjafnt eftir húsagerð. Byggingaréttargjald er u.þ.b. 18.000 kr. á m² vegna einbýlishúsa, 14.000 kr. á m² vegna parhúsa og 10.000 kr. á m² vegna raðhúsa/keðjuhúsa. Fermetraverð reiknast á hámark leyfilegrar stærðar húss.

Til baka