Kastali mun rísa í Ævintýragarðinum

20/03/2018

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ákvað á 30 ára afmæli bæjarins í fyrra að veita fjármagni í uppsetningu á leiktæki í garðinum, t.d. stórum kastala, víkingaskipi eða öðru sambærilegu.

Þessi niðurstaða féll mjög vel að tillögum að uppbyggingu á miðsvæði garðsins og leiksvæði því tengdu.
Uppbygging á leiksvæðinu mun hefjast í apríl nk. og hefur umhverfissvið í samvinnu við skipulagshönnuði ákveðið að fjárfesta í kastala úr Eibe leiktækjalínuni.
Þau leiktæki bjóða upp á fjölbreytt safn kastala, klifurtækja og annarra útivistar og
ævintýraleiktækja fyrir börn á öllum aldri. Þá hentar kastalinn vel í náttúrulegu umhverfi eins og í Ævintýragarðinum og auðvelt verður að tengja kastalann við fleiri leiktæki í sömu leiktækjalínu í framtíðinni.

(Frétt: Mosfellingur 15.03.2018 4 tbl. 17 árg.)

Til baka