Varmárskóli vann upplestrarkeppnina

16/04/2018

Í tilefni 20 ára afmælis Stóru upplestrarkeppninnar í Mosfellsbæ var keppnin haldin í Framhaldsskólanum. Til leiks voru mættir 10 framúrskarandi og hæfileikaríkir upplesarar úr 7. bekkjum Lágafells- og Varmárskóla. Upplesarar stóðu sig vel en í lokin stóðu þrír eftir sem sigurvegarar kvöldins. Tómas Berg Þórðarson í 7. HH Varmár­skóla hreppti fyrsta sætið, annað sætið fór til Emmu Óskar Gunnarsdóttur 7. ÁPR Lágafellsskóla og þriðja sætið hlaut Guðrún Embla Finnsdóttir 7. ÁB Varmárskóla.

 

Á mynd: 
Vinningshafar: Emma Ósk, Tómas Berg og Guðrún Embla
Dómarar: Bjarki, Anna Sigríður, Sigríður og Ingibjörg

(Frétt/mynd: Mosfellingur 5. tbl.17. árg. 5. apríl 2018)

Til baka

Myndir með frétt