Baugshlíð lokuð að hluta dagana 13. og 14. júní

12/06/2018

Vegna fráveituframkvæmda verður lokað fyrir umferð í hluta Baugshlíðar miðviku- og fimmtudaginn 13. og 14. júní frá kl. 7:00 og fram eftir degi. Lokunin nær frá Skálatúni að Klapparhlíð. Vegfarendum er bent á hjáleið um Langatanga.
Við þökkum fyrir þolinmæðina á meðan á þessum framkvæmdum stendur.

Þjónusturof fráveitu - ábending til húsráðenda
Þjónusturof í fráveitu eru almennt fátíð. Við þjónusturof fráveitu getur þurft að óska eftir því við húsráðendur að fráveita sé ekki notuð tímabundið. Ef um stórar bilanir eða viðhaldsverkefni er að ræða er leitast við að tryggja fráveitu til bráðabirgða eftir öðrum leiðum, svo sem með bráðabirgðalögnum eða dælubílum.

Húsráðendur þurfa að hafa í huga að stíflur í fráveitu eru ekki síður í húsveituhlutanum og því getur verið nauðsynlegt að leita til stíflulosunarfyrirtækja vegna þess eða pípulagningameistara hússins.
Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við skal undantekningalaust haft samband við pípulagningarmeistara hússins eða starfsmenn veitumála í Mosfellsbæ.

 

Fráveitulokun í Baugshlíð

Til baka