Mjög mikið byggt í Mosfellsbæ

09/07/2018

Í nóvember sl. kynntu Samtök iðnaðarins íbúðartalningu og íbúðaspá fyrir höfuðborgarsvæðið. Við þá talningu kom í ljós að hlutfallslega er mest byggt í Mosfellsbæ á því svæði. Þannig voru á þeim tíma 513 íbúðir í byggingu eða 16,1 % af íbúðumí sveitarfélaginu á árinu 2016. Þessi þróun heldur áfram en að undanförnu hefur verið mikið uppbygging í Helgafellshverfi þar sem hvert húsið á fætur öðru hefur risið og hverfið er óðum að taka á sig mynd. Samhliða er mikil uppbygging í öðrum hverfum Mosfellsbæjar og voru framkvæmdir hafnar við byggingar með 84 nýjum íbúðum í apríl og maí. Þessar íbúðabyggingar skiptast þannig að 21 ný raðhús, parhús og einbýlishús eru nú í byggingu í Leirvogstunguhverfi og 48 íbúðir í fjölbýli eru í byggingu í miðbæ Mosfellsbæjar.

(Frétt/Mynd: Mosfellingur 9. tbl. 17. árg. 28.06.2018)

Til baka