Vinna við græn svæði í Leirvogstungu

10/07/2018
Garðyrkjudeild Mosfellsbæjar vinnur að því að rækta upp græn svæði í Leirvogstungu. Þegar hefur verið þökulagt á svæði sem merkt er inn sem svæði 3 á meðfylgjandi teikningu á milli Kvíslartungu 17 og 19. Í ár er fyrirhugað að fara í yfirborðsfrágang við svæði 2 sem er á milli Kvíslartungu 31 og Leirvogstungu 2.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðin.
Til baka