Malbiksframkvæmdir á Reykjavegi austan Hafravatnsvegar

12/09/2018
Næstkomandi fimmtudag þann 13.09.2018 frá kl. 09:00 til kl. 17:00 verður unnið við malbiksyfirlögn á Reykjavegi austan Hafravatnsvegar ásamt strætisvagnabiðstöð á móts við Suður Reyki.

Framkvæmdin er tvískipt og eru áfangar sýndir á með grænum og fjólubláum lit. Umferð verður stýrt þannig að akstur er stöðvaður í aðra áttina á meðan umferð úr hinni áttinni er hleypt í gegn og öfugt, þannig að götunni er aldrei lokað (sjá mynd).

Ofangreindar framkvæmdir eru háðar veðri og geta því dregist en vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og sýna aðgát við vinnusvæðið.
Til baka