Erum við að leita að þér ?

09/10/2018

Um þessar mundir eru nokkrar góðar stöður lausar til umsóknar hjá Mosfellsbæ sem vert er að skoða ef þú ert í atvinnuleit eða ert að hugsa um að breyta til. Mosfellsbær er eftirsóknarverður vinnustaður hæfra einstaklinga þar sem áhersla er lögð á persónulega og nútímalega þjónustu.

Mosfellsbær byggir þjónustu sína á áhugasömu og hæfu starfsfólki sem hefur tækifæri til að rækta þekkingu sína og færni í jákvæðu starfsumhverfi. Jafnframt leggur Mosfellsbær áherslu á að ráða þann hæfasta hverju sinni og viðhafa vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar. Ráðning er byggð á kröfu um menntun, reynslu, færni og hæfni í mannlegum samskiptum. Lögð er áhersla á skýrt og greinargott ráðningaferli þar sem réttmætis og áreiðanleika er gætt og er öllum umsóknum um auglýst störf svarað.

Fjölskylduvæn og sveigjanleg mannauðsstefna styður við þá hugmyndafræði að Mosfellsbær sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem atvinna og fjölskylduábyrgð fara vel saman, vinnustaðnum til hagsbóta og starfsfólki til aukinna lífsgæða. Mannauðsstefnan byggir á fjórum gildum Mosfellsbæjar virðingu, jákvæðni, framsækni og umhyggju sem eru leiðarljós starfsfólks í daglegu starfi.

Mosfellsbær leggur metnað sinn í að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf, þannig að launamunur sé ekki til staðar. Umfang jafnlaunastefnunnar tekur til allra starfsmanna Mosfellsbæjar. Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og er starfsfólk Mosfellsbæjar hvatt og stutt til að stunda reglulega hreyfingu og huga vel að andlegri og líkamlegri velferð sinni.

Markmið Mosfellsbæjar er að vera eftirsóttur vinnustaður þar sem konur og karlar hafa jöfn tækifæri í starfi. Mosfellsbær hefur framkvæmt jafnlaunaúttekt PWC og hlotið gullmerki PWC 2018.

Hér má sjá laus störf í Mosfellsbæ hverju sinni.


Til baka