Víðtæk truflun á þrýsting á köldu vatni í dalnum og Helgafellshverfi

10/10/2018

Vegna bilunar í veitukerfi er truflun á þrýstingi kaldavatns í Mosfellsdal og Helgafellslandi. Unnið er að viðgerð.

Þjónusturof vatnsveitu - ábending til húsráðenda

  1. Sérstaka varúð skal sýna í umgengni við heitt vatn úr neysluvatnskrönum s.s. í eldhúsi og á baði þar sem kalt vatn til blöndunar er ekki tiltækt í vatnsleysi. Sérstaklega skal vara börn við þessari hættu og eftir atvikum skrúfa fyrir neysluvatnskrana á hitaveitugrind meðan á kaldavatnsleysi stendur.

  2. Húsráðendum er bent á að við viðgerðir eða endurbætur á stofnkerfum og/eða heimlögnum kunna óhreinindi að fara af stað í lögnum þegar vatni er hleypt á. Því er nauðsynlegt að skola kerfið vel út með því að láta vatn renna um stund. Best er að útskolun fari fram sem næst inntaksstað sé þess kostur.

  3. Ef kalt vatn er notað til kælingar á frysti/kælibúnaði skal gera viðeigandi ráðstafanir til að forðast skemmdir á búnaði.

  4. Sé húsráðandi í vafa um hvernig bregðast á við skal undantekningalaust haft samband við pípulagningameistara hússins.

Til baka