Umferðatafir vegna malbikunarframkvæmda á Vesturlandsvegi

22/10/2018
Þriðjudaginn 23. október er stefnt að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjavegar. Þrengt verður að umferð og umferðarhraði tekinn niður framhjá vinnusvæðinu. Búast má við einhverjum umferðartöfum. Viðeigandi merkingar verða settar upp meðan á framkvæmd stendur skv. viðhengdu lokunarplani.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 09:00 til kl. 13:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.
Til baka