Helgafellsskóli - Skólaritari óskast

06/12/2018

VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM SKÓLARITARA TIL STARFA.

Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi.

Við óskum eftir að ráða skólaritara í fullt starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Starf skólaritara miðar fyrst og fremst að því að sinna þjónustu við nemendur, starfsmenn, foreldra og annarra sem til skólans leita. Ritari sér um daglega afgreiðslu, símaþjónustu, upplýsingagjöf og póstafgreiðslu á skrifstofu skólans. Hefur umsjón með skrifstofu- og námsgögnum og með skrifstofuvélum skólans. Annast ýmsar nemenda- og starfsmannaskráningar. Jafnframt annast hann móttöku þeirra sem erindi eiga við skólann.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Góð almenn menntun sem nýtist í starfi.
  • Skipuleg, traust og áreiðanleg vinnubrögð.
  • Jákvæðni og frumkvæði.
  • Gott viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg.
  • Góð íslenskukunnátta og enskukunnátta.
  • Góð almenn tölvukunnátta.

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið rosai@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri í síma 694-7377. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Sjá auglýsingu (175 kb)
Til baka