Þorrablótsnefnd Aftureldingar færir skilti með merki félagsins að gjöf

12/04/2019

Á 110 ára afmælisdegi Aftureldingar 11.apríl síðastliðinn færði Þorrablótsnefnd Aftureldingar félaginu og Mosfellsbæ glæsilegt skilti með merki félagsins að gjöf og hefur því verið komið fyrir við aðkomu að íþróttahúsinu að Varmá. Mosfellsbær þakkar fyrir þessa góðu gjöf Þorrablótsnefndarinnar. Gjöfin var smíðuð af Ásgarði Handverkstæði sem er nú búið að bæta enn einu af sínum fallegu verkum við bæjarmyndina okkar. Skiltið með merki Aftureldingar er því orðið eitt helsta kennileiti Varmársvæðisins.

Til baka