Mos SOS

Algengar spurningar

Spurt og svarað

Börn og ungmenni

Til að öðlast réttindi sem dagforeldri þarf að sækja sérstakt réttindanámskeið sem að öllu jöfnu er haldið í febrúar. Mosfellsbær styrkir umsækjendur sem sækja vilja námskeiðið og gerast dagforeldri. Sótt er um leyfið á Íbúagátt

Mosfellsbæjar og þurfa eftirfarandi gögn að fylgja með umsókninni:

  • Sakavottorð allra heimilismanna, 18 ára og eldri
  • Læknisvottorð heimilismanna
  • Meðmæli umsækjanda

Þegar umsókn hefur borist eru aðstæður á heimili skoðaðar og gefin ráð um mögulegar betrumbætur á því húsnæði sem ætluð er undir starfsemina.


Dagforeldra í Mosfellsbæ má sjá hér og á heimasíðum sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins má sjá lista yfir starfandi dagforeldra í hverju sveitarfélagi. 

Gjaldskrá niðurgreiðslu má sjá hér vegna barna yngri en 13 mánaða og hér vegna barna eldri en 13 mánaða 

 

Já það er hægt, viðkomandi dagforeldri þarf að:

  • vera með gilt leyfi frá því sveitarfélagi sem það starfar í
  • skrifa undir þjónustusamning við Mosfellsbæ
  • skrifa undir vistunarsamning við foreldri og Mosfellsbæ

Reglurnar um úthlutun má sjá hér og gott er að kynna sér almennt um ungbarnaúrræði hér.
Ekki er sótt um ungbarnadeildir á sérstökum umsóknum heldur er sótt um leikskólavist hjá Mosfellsbæ og þar er valkostur að haka við ef óskað er eftir að vera á lista um pláss á ungbaradeildum. Þegar sótt er um leikskólavist gildir umsóknin fyrir alla leikskóla bæjarins en hægt er í umsókninni að setja fram ósk um leikskóla (sem er þá sá leikskóli sem barnið er á 2- 5 ára) og reynt er að verða við þeim óskum eftir bestu getu. Aðeins er ein umsókn fyrir hvert barn, komi fleiri en ein umsókn á sömu kennitölu þá er þeim lokað og ein höfð virk. Gott er að kynna sér almennt um ungbarnaúrræði hér.
Ungbarnadeildir eru starfræktar á Leikskólanum Hlíð og á Leikskólanum Huldubergi
Já, kennitala er forsenda umsóknar
Þegar barnið er komið með kennitölu en ekki er úthlutað eftir umsóknardegi.
Hér má sjá hvaða leikskólar eru í Mosfellsbæ og hvar þeir eru, auk vefslóða á heimasíður leikskólanna
Reglur um úthlutun leikskólaplássa má sjá hér 
Já þú getur sótt um en forsenda úthlutunar er að lögheimili sé komið það þýðir að barn byrjar ekki í leikskóla í Mosfellsbæ nema lögheimili sé komið í Mosfellsbæ eða afrit af flutningstilkynningu hefur borist.
Nei, einungis er sótt um einu sinni fyrir barn umsóknin gildir fyrir alla leikskóla bæjarins en hægt er að setja fram óskir um leikskóla í umsókninni.
Já veittur er systkinaafsláttur, sjá nánar reglur um systkinaafslætti.
Foreldrar eða forráðamenn barna, geta sótt um viðbótarniðurgreiðslu af almennu vistunargjaldi í samræmi við tekjuviðmið sem Mosfellsbær setur. Niðurgreiðslur eru annars vegar 20% af almennu gjaldi og hins vegar 40%. Niðurgreiðslur eru ekki veittar af fæði. Reglur um niðurgreiðslur má sjá hér og tekjuviðmið er hægt að sjá hér.

Þegar umsóknir berast eru þær merktar "í vinnslu" þar til úthlutun á sér stað.
Ef sótt er um fljótlega eftir fæðingu þá getur umsókn verið lengi "í vinnslu" þar sem barn sem t.d. fer í einkarekinn ungbarnaleikskóla fer þá þaðan á almenna deild. Það er aldrei seinna en ágúst það ár sem barnið er 2ja ára sem barn byrjar á almennri deild. 

Gott er að kynna sér hvernig ungbarnavistun er hugsuð en það má sjá hér


Sjá má grunnskóla og heimasíður þeirra hér.
Að öllu jöfnu eiga börn að vera í sínum hverfisskóla og þar eiga þau forgang. Sæki forráðamenn um að hafa barn í skóla í Mosfellsbæ sem er ekki hverfisskólinn er það skólastjóri viðkomandi skóla sem samþykkir eða hafnar. Skólaakstur er ekki á milli skólasvæða. Sjá nánar á heimasíðu Mosfellsbæjar.
Hvað varðar skólavist utan lögheimilis þá eru þær umsóknir unnar samkvæmt þeim reglum sem bærinn hefur sett og má sjá hér

Sækja þarf um hvert skólaár sérstaklega og fyrir 1. apríl fyrir hvert komandi skólaár og er umsóknin inn á Íbúagátt Mosfellsbæjar

Ef barn flytur eftir að skólaárið er hafið, þá er samkomulag innan höfuðborgarsvæðisins að barn má ljúka því skólaári án sérstakra umsókna eða kostnaðar fyrir nýja lögheimilissveitarfélagið

Nei, það er ekki skólaakstur milli sveitarfélaga.
Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6 -18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun. Frístundatímabil nær yfir skólaár og hefst 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir.

Barnavernd

Starfsmenn fjölskyldusviðs taka á móti tilkynningum á símatímum mán-fim frá kl. 10-11. Einnig er hægt að tilkynna rafrænt  til barnaverndar á heimasíðu Mosfellsbæjar.

Eftir lokun skrifstofu og um helgar er neyðartilvikum sinnt í síma neyðarlínunnar 112.

Allt athæfi sem getur verið hættulegt andlegri eða líkamlegri heilsu og þroska barns. Það kann að vera vanræksla, vanhæfni eða framferði foreldra gagnvart barni, áreitni eða ofbeldi af hendi annarra gagnvart barni eða hegðun þess.
Einnig skal tilkynna ef grunur er um að refsiverður verknaður hafi verið framinn gegn barni eða af því.

Barnaverndarnefndir hafa ekki ákvörðunarvald er varðar umgengni við barn. Í þeim tilfellum á að leita til sýslumanns í því umdæmi sem barnið býr. Barnaverndarnefndir hafa einungis vald til að ákvarða umgengni ef barn er vistað utan heimilis á grundvelli barnaverndarlaga.

Bent er á embætti sýslumanns vegna fyrirspurna um forsjá og umgengni. Dómsmálaráðuneytið á líka að veita ráðgjöf og upplýsingar um forsjármál. Einnig má finna gagnlegar upplýsingar á vef Umboðsmanns barna


Fjárhagsaðstoð

Rétt á fjárhagsaðstoð eiga þeir sem eiga lögheimili í Mosfellsbæ og hafa tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum. Aðstoðin getur verið í formi láns eða styrks. Sjá reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ.
Hægt er að sækja um fjárhagsaðstoð á íbúagátt eða með því að koma í þjónustuver Mosfellsbæjar á 2.hæð í Kjarna.
Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að 182.750 krónur á mánuði og 292.401 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð en heimilishald hefur áhrif á upphæð fjárhagsaðstoðar, sjá nánar upplýsingar um grunnfjárhæðir í 9. grein reglna um fjárhagsaðstoð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna.
Upplýsingar um fylgigögn koma fram á umsóknareyðublaði.
Þegar öll fylgigögn hafa borist, hafa starfsmenn allt að 14 daga til að afgreiða umsóknina.


Íþrótta og tómstundastarf

Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun. Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum. Hægt er að ráðstafa styrknum gegnum flest frístundakerfi frístundafélaga í þeim tilfellum er valið að nýta frístundaávísun um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá gegnum íÍúagátt Mosfellsbæjar. Frístundatímabil nær yfir skólaár og hefst 15. ágúst ár hvert til 31. maí árið eftir.

Já það er Listaskóli sem er með tónlistadeild. Samstarfssamningar er á milli Listaskólans og Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélags Mosfellssveitar.

Já Skólahljómsveitin er með aðsetur í Varmárskóla og aðstöðu til kennslu í Lágafellsskóla. Hún er hluti af Listaskólaum en er rekin sem sem sjálfstæð undirstofnun.

Já það er öflug dagskrá hjá tómstunda- og íþróttafélögunum í Mosfellsbæ sem börnun á öllum aldri gefst kostur á að stunda.
Já í Bæjarleikhúsinu við Þverholt. Leiklistarskóli er starfræktur fyrir börn og unglinga á sumrin. Leikfélagið starfrækir leikhús í bænum allt árið um kring og eru yfirleitt settar upp tvær veglegar leiksýningar á leikhúsárinu. Leikfélagið tekur þátt í fjölda uppákoma og menningarviðburða í Mosfellsbæ, s.s. þrettándabrennu, dagskrá á sumardaginn fyrsta, dagskrá á 17. júní, jólatrésskemmtunum og fleira. 
Myndlistarskólinn er til húsa í gamla verksmiðjuhúsinu í Álafosskvos., Álafossveg 23.
Myndlistarskóli Mosfellsbæjar er með myndlistarnámskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna og skiptist skólaárið í tvö sjálfstæð misseri. Starfstími skólans fylgir skólastarfi grunnskólanna. Haustönn hefst að jafnaði um miðjan september og lýkur um miðjan janúar. Vorönn hefst upp úr miðjum janúar og lýkur í byrjun maí. Skólinn býður upp á sumarnámskeið fyrir börn og unglinga að loknu skólaári grunnskólanna
Hægt er að stunda golf hjá Golfklúbbi Mosfellsbær en þeir eru með 2 velli, Hlíðavöll og Bakkakot. Hestamannafélagið Hörður býður upp á fjölbreytt námskeið yfir vetur og sumar. Ungmennafélagið Afturelding er með öflugt íþróttastarf fyrir allan aldur, bæði inni og úti sport. MotoMos er akstursíþróttafélag með frábæra aðstöðu fyrir akstursíþróttafólk á Tungumelum. Skátafélagið Mosverjar eru með skemmtilegt félagsstarf sem vert er að kynna sér. Boðið er upp á sundnámskeið sem haldin eru í sundlaugum Mosfellsbæjar, Varmárlaug og Lágafellslaug og eru þau námskeið auglýst hverju sinni. 

Skipulag

Já það þarf að sækja um leyfi

Byggingarfulltrúi áritar uppdrætti og gefur út byggingarleyfi. Embætti byggingarfulltrúa vakir yfir því að hús og önnur mannvirki séu byggð í samræmi við samþykkta uppdrætti, lög og reglur. Embættið sér um úttekt einstakra þátta byggingarframkvæmda og lokaúttekt fullbyggðs mannvirkis og gefur út vottorð þar um áður en mannvirki skal tekið í notkun.

Fjármál

Já það er hægt að fá 20 miða strætókort fyrir fullorðna, 12-17 ára, 6-11 ára og öryrkja og aldraða. Einnig seljum við 1 og 3ja mánaða strætókort. 

Íþróttamiðstöðin Varmá og Íþróttamiðstöðin í Lágafellslaug selja einnig strætómiða.

Nei það er ekki hægt. 
Um áramótin 2019 tóku gildi ný lög um lögheimili og aðsetur. Með þeim fellur hlutverk sveitarfélaga við að taka á móti flutningstilkynningum niður.

Einstaklingar skulu tilkynna um innanlandsflutning eða flutning úr landi (til allra landa utan Norðurlandanna) með rafrænum tilkynningum (A-250) sem er að finna á www.skra.is.
Aðilar sem eru með tilkynningu um flutning til landsins skal fara til ÞjóðskráÍslands eða á skrifstofu næsta lögregluembættis.

Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda fyrirspurnir á skra@skra.is eða hafa samband við þjónustuver Þjóðskrár í síma 515-5300.
Kennitala Mosfellsbæjar er 470269-5969 og reikningsnúmer 549-26-2200.
Nei, þú notar þinn Íslykil eða rafræn skilríki.  

Sérstakur húsnæðisstuðningur

Umsækjandi þarf að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði til að umsókn öðlist gildi og verða skilyrðin að vera uppfyllt á meðan umsækjandi fær greiddan sérstakan húsnæðisstuðning:
a. Umsækjandi skal búa í samþykktu íbúðarhúsnæði á almennum markaði.
b. Umsækjandi skal hafa fengið samþykkta umsókn um húsnæðisbætur á grundvelli laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur.
c. Umsækjandi skal vera orðinn 18 ára á umsóknardegi og eiga lögheimili í Mosfellsbæ þegar sótt er um sérstakan húsnæðisstuðning.
d. Að samningur, eða tilboð um samning, liggi fyrir um afnot af íbúðarhúsnæði sem er staðsett í Mosfellsbæ.
e. Samanlagðar eignir umsækjanda og annarra heimilismanna, 18 ára og eldri, á síðastliðnu ári séu ekki hærri en 5.126.000 kr.
Íbúðalánasjóður býður upp á reiknivél til útreikninga húsaleigubóta sem hægt er að sjá hér
Hægt er að fylla út umsókn rafrænt í gegnum íbúagátt. Einnig er hægt að koma í þjónustuver Mosfellsbæjar á 2. hæð í Kjarna og fylla út umsókn.
Sérstakur hússnæðisstuðningur er greiddur til umsækjanda fyrstu vikuna í hverjum mánuði.


Eldri borgarar

Félagsstarf eldri borgara og FaMos auglýsa sameiginlega dagskrá félagsstarfsins undir Þjónustumiðstöð aldraðra á Eirhömrum og í bæjarblaðinu Mosfellingi reglulega. Í dagskrá er að finna fjölbreytt námskeið og félagshópa sem er opið öllum áhugasömum. Hægt er að hafa samband við Elva Björg Pálsdóttir, forstöðumann félagsstarfs eldri borgara í síma 698-0090 eða senda tölvupóst á elvab@mos.is fyrir nánari upplýsingar.


Fatlaðir

Sótt erum ferðaþjónustu á Íbúagátt.
Hægt er að koma í Þjónustuver Mosfellsbæjar, 2. hæð í Kjarna og fylla út umsóknareyðublað þar sem þeim er skilað á sama stað.

Mannauður

Þú finnur auglýst störf á Ráðningarvef
Sótt er um auglýst starf inn á ráðningarvef Mosfellbæjar.
Nei, ekki er hægt að leggja inn almenna umsókn hjá Mosfellsbæ þar sem sveitarfélög er skilt að aulgýsa öll störf. Sækja þarf því um hvert auglýst starf.


Vinnuskóli


Vinnuskólinn er undirbúningur undir það sem koma skal á vinnumarkaði. Þar er lögð áhersla á að eiga góð samskipti við vinnufélaga sína, kynnast nýjum félögum, lesa launaseðla, eiga samskipti við yfirmann og virðingu gagnvart vinnu svo eitthvað sé nefnt.
Það er kjörið tækifæri til þess að fá reynslu af vinnu ásamt því að verja tíma með félögum sínum og eignast nýja. Það er gefandi að taka þátt í að snyrta og fegra bæinn sinn, læra ýmis störf og fræðast um mannleg samskipti og fleira.
Það er val um fjögur tímabil en hver nemandi velur sér tvö tímabil ásamt fræðsludegi sem haldinn er tvisvar yfir sumarið. Fjöldatakmarkanir eru þó á hverju tímabili og er reglan sú að fyrstur kemur fyrstur fær.
Fjöldi vinnustunda:
8. bekkur – 3 tímar á dag alla virka daga (8:30-11:30)
9. bekkur – 6 tímar á dag (8:30-14:30) nema föstudaga (8:30-11:30)
10. bekkur – 7 tímar á dag (8:30-15:30) nema föstudaga (8:30-11:30)
Já það er hálftíma matarhlé sem er fyrir 9. og 10. bekk. Frá 11.30-12:00
Börn byrja að greiða í lífeyrissjóð næstu mánaðamót eftir 16 ára afmælisdaginn.
Launin eru lögð inn á bankareikning unglinganna og þurfa því allar bankaupplýsingar að fylgja umsókn. Aðeins er hægt að nota bankareikning unglingsins.
Engar breytingar eru gerðar á hópum fyrstu dagana. Síðan er það viðkomandi flokksstjóra að ákveða um það í sínum hópi. Flestir eru með tvo hópa og verður að gæta þess að það sé ekki ójafnvægi vegna fjölda í þeim.
Almennt er unglingunum komið fyrir í hópum nálægt skólum, nema að aðrar óskir komi fram á umsókn viðkomandi. Allar upplýsingar eru sendar í tölvupósti nokkrum dögum áður en nemandi á að hefja störf. Þeir sem eru í Varmárskóla eru með starfsstöð í Varmárbóli en þeir sem eru í Lágafellsskóla eru með starfsstöð í Lágóbóli.

Ef þér líður ekki vel í vinnuskólanum er mikilvægt að láta flokkstjóra eða yfirflokkstjóra vita og þeir reyna eftir fremsta megni að tryggja það að þér líði vel í vinnuskólanum.

Foreldrar þurfa að hringja á vinnustaðinn og tilkynna veikindi. Ekki er greitt fyrir veikindadaga í vinnuskóla. Símanúmer vinnuskólans er 566-6068


Umhverfi

Já, það þarf að fara í gegnum ferli. Hafið samband við þjónustuver á mos@mos.is eða hringið í síma 525 6700.
Skila þarf inn í tvíriti og undirritað af hönnuðum. Mælikvarði alltaf 1:100 nema afstöðumynd 1:500
A: Mælikvarði er yfirleitt 1:50. Ítarlegri mál sýnd á teikningum. Undirritað af hönnuði.

B: Burðarvirki, lagnir (raf-, neysluvatns-, frárennslis- og hitalagnir), sérteikningar (gluggar og hurðir, deili o.fl.) Mælikvarði misjafn. Undirritað af hönnuði og aðalhönnuði (arkitekt).
Í Þjónustuveri Mosfellsbæjar.
Á forsíðu má sjá flýtileið á kortavef Mosfellsbæjar
Teikningar fasteigna verða aðgengilegar milliliðalaust í gegnum kortasjá. Þá geta eigendur fasteigna og/eða aðrir áhugasamir sótt teikningar húsa
Í þjónustuveri Hitaveitu Mosfellsbæjar, sími 516 6170
Bæjarfélagið setur reglur um meðhöndlun úrgangs og gerir sorpsamþykkt sem íbúum er skylt að fylgja. Þessar reglur miða að því að uppfylla skilyrði og markmið sem samþykkt eru af Alþingi og skuldbindandi fyrir íslendinga alla í samfélagi þjóðanna. Bærinn ákveður þjónustustigið og þær aðferðir sem notaðar eru.
Miðað er við 7 metra frá þeim stað sem sorpbíll getur stöðvað. Aðal atriðið er að gott aðgengi sé. Að ekki þurfi að fara með tunnur upp og niður tröppur sé hjá því komist. Tunnur séu staðsettar götumegin húss. Kjósi íbúi að staðsetja tunnu annarsstaðar en viðmið segir til um þarf íbúi að koma tunnunni á slíkan stað á losunardegi. Tunnufestingar verða að vera handhægar, gott er að hafa í huga að starfsmenn þurfa að getað losa ílátin í myrkri og frosti með vettlinga á höndum.
Íbúi ber ábyrgð á hlutum sem fokið geta innan sinna lóðarmarka.
Hér er hlekkur á sorphirðudagatal Mosfellsbæjar 2019
Huga skal að flokkuninni. Er enn verið að setja endurvinnsluefni (pappír) í gráu tunnuna sem ætti fara í bláu tunnuna eða grenndarstöð? Það geta allir farið með það sem ekki rúmast í bláu tunnunni í nærliggjandi Sorpu. Hægt er að fá aðra tunnu en þá þarf að greiða tvöfalt sorphirðugjald.
Pappír, fernur og annar blaðaúrgangur sem fellur til við heimilishaldið á að setja í bláu tunnuna sem til þess eru ætluð og íbúum sköffuð. Oftar en ekki er ástæðan þess að tunnur yfirfyllast sú að endurvinnanlegur úrgangur er illa eða alls ekki flokkaður frá. Íbúar eiga að flokka og gangast undir þær reglur sem samfélagið setur þeim. Hjá stórum fjölskyldum getur vandamál skapast þrátt fyrir góða flokkun, þá er hægt að útvega stærra ílát eða annað. Það hefur í för með sér auka kostnað sem leggst á viðkomandi. Íbúi getur farið með umfram úrgang í grenndargáma sem staðsettir eru við Langatanga, Bogatanga, Dælustöðvarveg og Skeiðholt. Íbúi getur sett sig í samband við Þjónustuver Mosfellsbæjar og óskað eftir tæmingu. Starfsmönnum er óheimilt að taka óumbeðið umfram sorp. Ófá dæmi eru til um að starfsmenn hafi í ógáti hent verðmætum sem geymd eru við sorptunnur jafnvel í ruslapokum.
Allt efni sem fer til endurvinnslu þarf að vera nokkuð hreint og þarf að skola fernur og láta vatnið leka úr að mestu. Ekki er nauðsynlegt að þurrka umbúðirnar.
Oft á tíðum er um samsettar umbúðir að ræða og er þá gott að aðskilja efnin eins og mögulegt er t.d að taka ál- eða pappafilmu af jógúrt- og skyrumbúðum og fleiri umbúðum áður en efnin eru sett í viðeigandi ílát. Plast tappa af drykkjarfernum þarf ekki að fjarlægja en auðvitað kostur.

Sækir um hér: http://www.mosfellsbaer.is/stjornkerfi/starfsemi/umsoknir-og-eydublod/umsoknir-vegna-umhverfis-skipulags-og-byggingarmala/framkvaemdaheimild/

 

Hér: http://www.mosfellsbaer.is/thjonusta/skipulag-og-umhverfi/umhverfi/
Þú hefur samband við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, sem fer með yfirumsjón þess málaflokks, https://www.eftirlit.is/ eða í síma 5256795.
Hefur samband við þjónustusver Mosfellsbæjar í síma 5256700 eða á netfangið mos@mos.is
Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á netinu á kortavefsjá Mosfellsbæjar á eða á forsíðu Mosfellsbæjar 

Best er að senda tölvupóst á mos@mos.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og heimilisfang og þér verður send ný tunna.

Íslenska Gámafélagið sér um að hirða sorp í Mosfellsbæ
Best er að senda tölvupóst á mos@mos.is og þér verður send ný tunna eða sú gamla löguð. 
Í bláu tunnuna má setja allan pappír og pappaúrgang, svo sem dagblöð, tímarit, fernur, sléttan pappa, eggjabakka, skrifstofupappír og bylgjupappa. Í gráu tunnuna má setja blandaðan heimilisúrgang og plast. Plastið verður að setja í plastpoka. Ekki má setja rafhlöður, spilliefni eða raftæki í tunnurnar, því skal skila á næstu endurvinnslustöð.

Grenndargámar eru á fjórum stöðum í bænum við Langatanga, Bogatanga, Dælustöðvarveg og við Skeiðholt.

Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóta forgangs. Íbúagötur eru aðeins hreinsaðar séu þær þungfarnar einkabílum, mikil hálka eða snjódýpt meiri en 15 sm. Undantekning getur verið gerð ef hætta er á að frysti þegar snjóhryggir hafa myndast. Við snjóhreinsun íbúagatna er líklegt að við innkeyrslur myndist snjóruðningur sem Mosfellsbær sér ekki um að hreinsa. Það fellur í hlut íbúa að hreinsa burt snjó úr innkeyrslum.
Göngustígar sem tengja saman hverfi og liggja til mikilvægra áfangastaða eins og skóla og leikskóla eru í forgangi svo og bílaplön á stofnanalóðum. 
Hægt er að nálgast salt og sand hjá Þjónustustöð Mosfellsbæjar við Völuteig 15. Best er að vera með ílát sem hægt er að moka í. 
Gras á opnum svæðum, leiksvæðum, við götur og á lóðum grunn- og leikskóla Mosfellsbæjar er slegið 8-10 sinnum yfir sumartímann. Ekki er slegið innan lóða hjá fólki og eru íbúar hvattir til að kynna sér lóðamörk sem hægt er að sjá á kortavefsjá Mosfellsbæjar. 
Best er að senda ábendingu á mos@mos.is eða hringja í þjónustuver í síma 525 6700. Á númerslausa bíla eru settir miðar um að eigandi hafi 10 daga til að fjarlægja bílinn, þegar sá frestur er runninn út sér Mosfellsbær um að láta fjarlægja bílinn. Ef bíllinn er á númerum er það Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu sem sér um að láta fjarlægja hann. 
Hægt er að senda ábendingu á mos@mos.is eða hringja í þjónustuver í síma 525 6700.

Var efnið hjálplegt ?