Viðburðir

Sögustund á Bókasafni - Rebbi er svangur

19/03/19Sögustund á Bókasafni - Rebbi er svangur
Þriðjudaginn 19. mars frá kl. 16:45 - 17:05 verður sögustund á Bókasafni Mosfellsbæjar. Ásdís Guðmundsdóttir umsjónarmaður barnastarfs les "Rebbi er svangur" fyrir börnin í Fiskabúrinu í Bókasafni Mosfellsbæjar. Allir eru velkomnir. Tilvalið fyrir fjölskylduna að eiga samverustund með börnunum og hlusta á ljúfa sögu saman.
Meira ...

Bæjarstjórnarfundur í beinni

20/03/19Bæjarstjórnarfundur í beinni
735. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell miðvikudaginn 20. mars 2019 og hefst kl. 16:30
Meira ...

tómir fossar í Listasal Mosfellsbæjar

22/03/19tómir fossar í Listasal Mosfellsbæjar
Föstudaginn 22. febrúar var opnuð sýningin tómir fossar í Listasal Mosfellsbæjar. tómir fossar er samsýning feðganna Björns Hauks Pálssonar og Páls Hauks Björnssonar. Sýningunni lýkur 22. mars.
Meira ...

Opið hús - Sjálfstraust og vellíðan barna

27/03/19Opið hús - Sjálfstraust og vellíðan barna
Miðvikudaginn 27. mars kl. 20 er opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Fjallað verður um sjálfstraust og vellíðan barna á þessum síðasta opna húsi í vetur. Aðgangur ókeypis og öllum opinn
Meira ...

Hundar sem hlusta

30/03/19Hundar sem hlusta
Laugardaginn 30. mars frá kl. 12:30 til 13:30 býður Bókasafn Mosfellsbæjar í samstarfi við félagið Vigdísi – Vini gæludýra á Íslandi, börnum að heimsækja safnið og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa.
Meira ...

Vortónleikar

30/03/19Vortónleikar
Laugardaginn 30. mars kl. 17:00 halda Álafosskórinn og Álftaneskór vortónleika í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Stjórnandi kóranna er Ástvaldur Traustason. Aðgangseyrir er 2.000 krónur fyrir fullorðna en frítt er inn fyrir börn.
Meira ...

Myndlistarsýning

31/03/19Myndlistarsýning
Opnun myndlistarsýningar á verkum nemenda á listmálunarnámskeiði félagsstarfs eldri borgara. Sýningin var opnuð laugardaginn 2. mars í Íþróttamiðstöðinni að Lágafelli og stendur út marsmánuð. Allir hjartanlega velkomnir
Meira ...