Fjölskyldutímar Varmá Mosfellsbæ (íþróttahúsinu að Varmá)

20/01/19Fjölskyldutímar Varmá Mosfellsbæ (íþróttahúsinu að Varmá)
Fjölskyldutímar í Varmá Mosfellsbæ eru alla sunnudaga milli kl. 10:30-12:00 í vetur. Boðið er upp á fjölskyldutíma ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Frábær samvera og aðgangur ókeypis. Leikir, íþróttir, boltar og fleira skemmtilegt. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna að tíma loknum.
Meira ...

Heitir Sunnudagar

20/01/19Heitir Sunnudagar
Á tímabilinu janúar til mars býður sundlauginni að Varmá upp á heita sunnudaga. Þá er hitastig sundlaugarinnar hækkað í 35 - 37 °. Tilvalið fyrir þá sem vilja slaka á í notalegu umhverfi, einnig upplagt fyrir barnafjölskyldur að njóta samvistar í sundi.
Meira ...

Sögustund - Karíus og Baktus

22/01/19Sögustund - Karíus og Baktus
Þriðjudaginn 22. janúar kl. 16:45 – 17:15 verður sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar fyrir börnin. Ásdís Guðmundsdóttir umsjónarmaður barnastarfs les bókina Karíus og Baktus fyrir börnin. Höfundur er Thorbjörn Egner. Lesið verður í Fiskabúrinu í Bókasafni Mosfellsbæjar, allir velkomnir.
Meira ...

Kvennastund í Varmárlaug

27/01/19Kvennastund í Varmárlaug
Sunnudaginn 27. janúar verður námskeiðið "Flotmeðferð og dekurstund" haldið í Varmárlaug í Mosfellsbæ. Flot veitir einstaka vellíðan og frelsi frá utanaðkomandi áreiti. Það býr til aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi. Jafnframt skapast rúm fyrir líkamann til að fínstilla innri takt sinn og njóta vellíðunar og heilsubætandi áhrifa slökunar.
Meira ...