Ungt fólk og jafnréttismál - Dagskrá

20/09/18Ungt fólk og jafnréttismál - Dagskrá
Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Hlégarði fimmtudaginn 20. september 2018 frá kl. 9:30 - 16:30. Vakin er athygli á því að málþing sveitarfélaga um jafnréttismál sem og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar mun fara fram í Golfskála Mosfellsbæjar daginn eftir, eða 21. september 2018. Það er því tilvalið að sækja alla viðburði. Dagskráin er afar glæsileg báða dagana.
Meira ...

Málþing um hjólreiðar í samgönguviku

21/09/18Málþing um hjólreiðar í samgönguviku
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Landsamtök Hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi halda málþing um vistvænar samgöngur í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi föstudaginn 21.september. Yfirskrift málþingsins að þessu sinni er „Veljum fjölbreytta ferðamáta“. Fjölbreytt úrval innlendra og erlendra fyrirlesara. Skráning á www.lhm.is
Meira ...

Frítt í strætó á Bíllausa deginum.

22/09/18Frítt í strætó á Bíllausa deginum.
Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóða frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu í tilefni Bíllausa dagsins, 22.september. Íbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima, og nýta aðra samgöngumáta þennan dag. Minnst er á að heimilt er að taka reiðhjól með í strætó ef pláss er í vögnum.
Meira ...

Sýning í Listasal Mosfellsbæjar - Ný verk

22/09/18Sýning í Listasal Mosfellsbæjar - Ný verk
Listamennirnir Guðni Gunnarsson og Ingirafn Steinarsson opnuðu samsýningu í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 14. september. Til sýnis eru ný verk en undanfarin misseri hafa báðir listamennirnir unnið tvívítt, annarsvegar samklipp og hinsvegar teikningar. Í verkum Guðna gefur að líta margbreytilegar súrrealískar fígúrur samsettar úr fundnu myndefni, tímaritum og dagblöðum. Verk Ingarafns eru samhverfar teikningar, úr trélitum, álíkar spengingum sem minna samtímis á fljótandi síkadelísk form og svífandi geimstöðvar.
Meira ...

Fjölskyldutímar Varmá Mosfellsbæ (íþróttahúsinu að Varmá)

23/09/18Fjölskyldutímar Varmá Mosfellsbæ (íþróttahúsinu að Varmá)
Fjölskyldutímar í Varmá Mosfellsbæ eru alla sunnudaga milli kl. 10:30-12:00 í vetur. Boðið er upp á fjölskyldutíma ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Frábær samvera og aðgangur ókeypis. Leikir, íþróttir, boltar og fleira skemmtilegt. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna að tíma loknum.
Meira ...

Lærðu að læra / Vinnustofa í námstækni

26/09/18Lærðu að læra / Vinnustofa í námstækni
Við bjóðum börn á aldrinum 13 til 18 ára og foreldra þeirra velkomna á vinnustofuna Lærðu að læra. Námstækni er ákveðið hjálpartæki sem getur auðveldað nemendum að tileinka sér nýja þekkingu. Farið verður yfir nokkrar aðferðir sem hafa reynst nemendum vel í námi s.s. skipulagstækni, lestraraðferðir og glósutækni auk þess sem lífsvenjur verða skoðaðar og hvaða áhrif þær geta haft á nám og námsárangur.
Meira ...

Mosfellingur kemur út

27/09/18Mosfellingur kemur út
Bæjarblaðið Mosfellingur kemur út fimmtudaginn 27. september. Skilafrestur efnis og auglýsinga er til kl. 12 að hádegi, mánudaginn 24. september. Nánarið upplýsingar auglýsingar og útgáfudaga: www.mosfellingur.is
Meira ...

Bæjarstjórnarfundur í beinni

03/10/18Bæjarstjórnarfundur í beinni
725. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell miðvikudaginn 3. október 2018 og hefst kl. 16:30
Meira ...

Bæjarstjórnarfundur í beinni

17/10/18Bæjarstjórnarfundur í beinni
726. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell miðvikudaginn 17. október 2018 og hefst kl. 16:30
Meira ...