Viðburðir

Í túninu heima - Bæjarhátíð 2017

23/06/17Í túninu heima - Bæjarhátíð 2017
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, verður haldin dagana 25.-27. ágúst. Hátíðin er sannkölluð fjölskylduhátíð þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fjölbreyttri dagskrá.Mosfellsbær verður 30 ára þann 9. ágúst og stefnt er að hinum ýmsu viðburðum tengdum afmælinu frá 9. ágúst og fram yfir bæjarhátíð.
Meira ...

Ljóti andarunginn við Hlégarð

17/08/17Ljóti andarunginn við Hlégarð
Fimmtudaginn 17. ágúst verður Ljóti andarunginn sýndur við Hlégarð kl. 18.00. Leikhópurinn Lotta sýnir Ljóta andarungann á túninu við Hlégarð. Í þessu verki er blandað saman fimm þekktum ævintýrum. Öskubuska, Hérinn og skjaldbakan, Kiðlingarnir sjö, Prinsessan á bauninni og auðvitað Ljóti andarunginn sjálfur koma öll við sögu. Miðaverð kr. 2.300
Meira ...

Frítt í Húsdýragarðinn á Hraðastöðum

18/08/17Frítt í Húsdýragarðinn á Hraðastöðum
Föstudaginn 18. ágúst verður frítt í Húsdýragarðinn á Hraðastöðum milli kl.13.00-17.00. Mosfellsbær býður öllum bæjarbúum frítt í Húsdýragarðinn á Hraðastöðum í Mosfellsdal. Tilvalið að mæta með fjölskylduna og kynnast lífinu í sveitinni. Hestar, hænur, kanínur, kettlingar, geitur, naggrísir, svín og fleiri húsdýr sem gaman er að skoða.
Meira ...

Guðsþjónusta sunnudaginn 20. ágúst

20/08/17Guðsþjónusta sunnudaginn 20. ágúst
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju í dal skáldanna Mosfellsdal Guðsþjónusta sunnudaginn 20. ágúst kl. 11 sr.Ragnheiður Jónsdóttir, þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukór Lágafellssóknar syngur og leiðir safnaðarsöng. Kórstóri og organisti Þórður Sigurðsson. meðhjálpar Hildur Backmann. Hjartanlega velkomin í kirkjuna í dalnum www.lagafellskirkja.is
Meira ...

20. ágúst: Quartetto a muoversi leikur íslenska tónlist á stofutónleikum Gljúfrasteins

20/08/1720. ágúst: Quartetto a muoversi leikur íslenska tónlist á stofutónleikum Gljúfrasteins
Kvartettinn er skipaður Björk Níelsdóttur sópransöngkonu, Hafdísi Vigfúsdóttur flautuleikara, Grími Helgasyni, klarínettuleikara og Svani Vilbergssyni gítarleikara. Markmið kvartettsins er að frumflytja a.m.k. eitt nýtt verk á hverjum tónleikum. Hefjast tónleikar kl. 16:00. Á tónleikunum verður leikin tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson, Gísla J. Grétarsson, Jón Nordal, Elínu Gunnlaugsdóttur og nýtt verk frumflutt eftir Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur.
Meira ...

Eftirherman og orginalinn - magnað sagnakvöld

20/08/17Eftirherman og orginalinn - magnað sagnakvöld
Í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima munu félagarnir Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson láta gamminn geysa um ýmis gamanmál í Hlégarði. Hafa þeir félagar flakkað síðustu vikurnar um landið með þessa frábæru skemmtun. Miðasala á www.midi.is. Magnað sagnakvöld með þjóðsögum og eftirhermum í Hlégarði, Mosfellsbæ, sunnudaginn 20.ágúst.
Meira ...

Söguganga með bókmenntaívafi

21/08/17Söguganga með bókmenntaívafi
Mánudaginn 21. ágúst kl. 19:00 verður söguganga með bókmenntaívafi. Safnast verður saman við Hlégarð og gengið upp með Varmá að Reykjum þar sem gangan endar. Hægt að ganga til baka eða taka strætó (leið 15 gengur á hálftíma fresti). Bjarki Bjarnason rithöfundur leiðir gönguna, lesnir verða bókmenntatextar á vel völdum stöðum
Meira ...

Mosfellingur kemur út 22. ágúst

22/08/17Mosfellingur kemur út 22. ágúst
Bæjarblaðið Mosfellingur er nú í sumarfrí og mætir aftur til leiks í aðdraganda bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Hátíðarblaðið kemur út þriðjudaginn 22. ágúst og verður tileinkað bæjarhátíðinni. Skilafrestur efnis og auglýsinga er til 18. ágúst. Þá er einnig hægt að panta hátíðarkveðjur í blaðið með því að senda póst á mosfellingur@mosfellingur.is
Meira ...

Bæjarstjórnarfundur í beinni

23/08/17Bæjarstjórnarfundur í beinni
Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi.
Meira ...

Fellahringurinn - fjallahjólamót

24/08/17Fellahringurinn - fjallahjólamót
Hjólað verður um stíga innan Mosfellsbæjar fimmtudaginn 24. ágúst kl. 19:00 um er að ræða 16 km og 30 km.
Meira ...

Stebbi og Eyfi í Hlégarði

24/08/17Stebbi og Eyfi í Hlégarði
Í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima munu Stebbi og Eyfi skemmta í Hlégarði fimmtudaginn 24. ágúst. Miðasala á midi.is. Þeir félagar munu flytja lög af plötum sínum, í bland við þekkt lög sem þeir hafa hljóðritað og flutt í sitthvoru lagi í gegnum árin.
Meira ...

PAPAR Í HLÉGARÐI

25/08/17PAPAR Í HLÉGARÐI
Í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima munu Paparnir skemmta í Hlégarði föstudaginn 25. ágúst. Siðast þegar Papar stigu á stokk í Mosfellsbæ þá seldist upp á ballíð nokkurum dögum áður. Það er þvi skynsamlegt að tryggja sér miða í tíma i þetta skiptið. Miðasala á tix.is
Meira ...

Tindahlaup Mosfellsbæjar

26/08/17Tindahlaup Mosfellsbæjar
Laugardaginn 26. ágúst 2017 verður hlaupið TINDAHLAUP Mosfellsbæjar en það er utanvegahlaup fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Í boði eru fjórar vegalengdir: 1 tindur (12 km), 3 tindar (19 km), 5 tindar (34 km) og 7 tindar (37 km). Glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í öllum vegalengdum. Kynntu þér Tindahlaup Mosfellsbæjar á hlaup.is
Meira ...