Viðburðir

Bókmenntahlaðborð barnanna

16/12/17Bókmenntahlaðborð barnanna
Laugardaginn 16.desember kl.13:00 verður upplestur fyrir börn í Bókasafni Mosfellsbæjar. Skáldin Eva Rún Þorgeirsdóttir, Ástríður Sólrún Grímsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Ingibjörg Valsdóttir lesa úr nýútkomnum barnabókum sínum, sungin verða nokkur vel valin jólalög og krakkarnir föndra jólakort og lita jólamyndir.
Meira ...

Aðventuupplestur á Gljúfrasteini

17/12/17Aðventuupplestur á Gljúfrasteini
Skáldin Einar Már Guðmundsson Vilborg Davíðsdóttir, Kött Grá Pje og Bergþóra Snæbjörnsdóttir slá botninn í upplestraröð Gljúfrasteins á þessum næstsíðasta sunnudegi aðventunnar með því að lesa upp úr nýútkomnum spennandi verkum sínum. Upplestrarnir hefjast stundvíslega kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Meira ...

Jólaandakt

17/12/17Jólaandakt
Ljúfir jólatónar, jólasögur og samsöngur fyrir þá sem vilja vinda ofan af sér og ganga inn í lokavikuna fyrir jól, með frið í hjarta, ró og eftirvæntingu. Með Írisi verður Sveinn Pálsson á gítar. Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir!
Meira ...

Mosfellingur kemur út

21/12/17Mosfellingur kemur út
Bæjarblaðið Mosfellingur kemur út fimmtudaginn 21. desember. Skilafrestur efnis og auglýsinga er til hádegis mánudaginn 18. des. Blaðið verður að sjálfsögðu fært í jólabúning. Þarna munu Mosfellingar finna allar þær upplýsingar sem þeir þurfa yfir hátíðarnar
Meira ...

Jólastund með Gretu Salóme

22/12/17Jólastund með Gretu Salóme
Hinir árlegu jólatónleikar Gretu Salóme verða haldnir í Hlégarði þann 22. des kl 20:00. Boðið er upp á notalega og umfram allt skemmtilega tónleika þar sem auk Gretu koma fram þau Gunnar Hilmarsson, Leifur Gunnarsson, Óskar Þormarsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Lilja Björk Runólfsdóttir og Skólakór Varmárskóla. Í fyrra seldist upp og komust færri að en vildu.
Meira ...

Skötuhlaðborð á Þorláksmessu í Hlégarði

23/12/17Skötuhlaðborð á Þorláksmessu í Hlégarði
Glæsilegt skötuhlaðborð á Þorláksmessu í Hlégarði frá kl. 11:00-14:00. Kæst og söltuð skata, tindabikkja(sterk), skötustappa, plokkfiskur ásamt saltfisk. Lifandi tónlist. Verð 3.990 kr. á mann. Nánari upplýsingar í síma 868 1298. Borðapantanir: hlegardur@hlegardur.is. Hlökkum til að sjá ykkur
Meira ...

Bæjarstjórnarfundur nr.708 - 10.01.2018

10/01/18Bæjarstjórnarfundur nr.708 - 10.01.2018
708. fundur Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar verður haldinn að Þverholti 2, 2. hæð Helgafell miðvikudaginn 10. janúar 2018 og hefst kl. 16. Bæjarstjórn heldur að jafnaði fundi, annan hvern miðvikudag í fundarsal bæjarstjórnar, Helgafelli, á 2. hæð í Kjarna Þverholti 2. Fundirnir hefjast kl. 16:30 og eru opnir almenningi.
Meira ...

Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar

18/01/18Kjör íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar
Útnefning íþróttakonu og -karls Mosfellsbæjar 2017 fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá fimmtudaginn 18. janúar 2018 kl. 19:00. Allar útnefningar og ábendingar sendist fyrir 23. desember 2017. Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttakalr og íþróttakona Mosfellsbæjar skulu koma úr röðum starfandi félaga í bænum eða vera íbúi í Mosfellsbæ sem stundar íþrótt sína utan Mosfellsbæjar, enda sé íþróttin ekki í boði innan bæjarins.
Meira ...