Sveitahátíðin Kátt í Kjós haldin 21. júlí

21.07.2018

Kátt í Kjós hátíðin verður haldin hátíðleg að venju laugardaginn 21. júlí. Hátíðin er nú haldin í tólfta sinn. Eins og á síðasta ári eru íbúar hvattir til að skreyta póstkassana sína og flottasti kassinn verður valinn. Boðið verður upp á rúlluskreytingar og fleira. Þeir sem hafa áhuga á að vera með sölubása í Félagsgarði eru beðnir að hafa samband við staðarhaldara í gegnum netfangið felagsg@gmail.com.

Kátt í Kjós

Til baka