Starfshópur um lýðræðismál
Þjóðfélagsumræðan undanfarin misseri hefur í auknum mæli beinst að
lýðræðisumbótum hvers konar. Rætt hefur verið um völd og ábyrgð kjörinna
fulltrúa og rétt íbúa til að taka þátt í ákvarðanaferlinu og
ákvörðunum. Eitt af stefnumálum nær allra flokka í framboði fyrir
nýafstaðnar sveitarstjórnarskosningar í Mosfellsbæ var að setja skuli
sérstaka lýðræðisstefnu sveitarfélagsins. Í henni yrði m.a. einnig
settar reglur um íbúakosningar.
Með virku íbúalýðræði er hægt
að ná betri sátt um markmið, stefnu og framkvæmdir á vegum
sveitarfélagsins með því að virkja íbúa í ákvörðunartökuferlinu og
stefnumótun hvers konar og hvetja þá til að taka þátt í mótun
nærumhverfis síns í samvinnu við sveitarfélagið.
Til að stýra
þessu verki hefur verið ákveðið að settur verði upp sérstakur
tímabundinn starfshópur. Í þessum hópi eigi sæti fulltrúar frá öllum
framboðum í bæjarstjórn auk formanns sem verður bæjarstjóri. Ekki
verður um launagreiðslur að ræða fyrir setu í hópnum.
Hlutverk hópsins: Vinna drög að nýrri lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og reglum um íbúakosningar í Mosfellsbæ
Helstu verkefni:
- Kortleggja hvað þegar hefur verið gert hjá sveitarfélaginu í sambandi við lýðræðismál, til dæmis íbúaþing, skólaþing og þess háttar.
- Vinna drög að lýðræðisstefnu sveitarfélagsins
- Vinna drög að reglum um íbúakosningar
- Leggja fram tillögur að innleiðingu lýðræðisstefnu
Miðað er við að starfshópurinn taki til starfa í september og skili niðurstöðum til bæjarráðs fyrir 1. apríl 2011.
Í nefndinni eiga sæti Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Anna Sigríður Guðnadóttir, fulltrúi S-lista, Herdís Sigurjónsdóttir, fulltrúi D-lista, Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi Íbúahreyfingarinnar og Karl Tómasson, fulltrúi V-lista. Starfsmenn nefndarinnar eru Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri og Stefán Ómar Jónsson bæjarritari.
Netfang nefndarinnar er lydraedisnefnd[hja]mos.is
- Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála: Þriggja ára rannsóknarverkefni um íbúalýðræði.
- Lýðræðisstefna Garðabæjar
- Skýrsla Akureyri
- Hluti úr skýrslu um hlutverk sveitarfélaga á nýjum tímum
- Valdið til fólksins
- Íbúalýðræði - Hver er reynslan?
- Íbúalýðræði - Hver er staðan?
- Íbúalýðræði - Hvert stefnir?
- Lýðræði - Drög að greiningu
- Public Impact
- Íbúalýðræði í skipulags- og umhverfismálum
- Handbók frá Evrópuráðinu um þátttöku íbúa
- Ballerup – Værktøjskasse
- Ballerup - Strategi for nærdemokrati
- Ballerup – Nærdemokrati og borgerinddragelse
- Lokalråd – Erfaringer og gode råd
- Nærdemokrati – 11 eksempler
- Fremtidens lokaldemokrati
- Kommunalbestyrelsens samspil med borgerne
- Citizens as Partners
- Handbook on Citizen Engagement: Beyond Consultation