Menningar- og nýsköpunarnefnd

Þróunar- og nýsköpunarhugmyndMenningar- og nýsköpunarnefnd auglýsir eftir menningar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu og stendur fyrir úthlutun á menningar- og nýsköpunarviðurkenningu á tveggja ára fresti.  
 
Hlutverk nefndarinnar er meðal annars að efla nýsköpun og þróun ásamt því að efla fjölbreytni í atvinnulífi bæjarins.
 
Auglýst er eftir tveimur flokkum hugmynda:

A) Útfærðhugmynd á grunnstigi. 
B) Fullmótuð hugmynd þar sem fyrir liggur viðskiptaáætlun.
Þróunar- og ferðamálanefnd óskar eftir tillögum ársins 2017

Þróunar- og ferðamálanefnd gerir tillögu til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um viðurkenningu fyrir þróunar- eða nýsköpunarhugmynd.  Nefndin auglýsir eftir tillögum að þróunar- og nýsköpunarhugmyndum, verkefnum, vöru eða þjónustu og veitir hugmyndum sérstaka viðurkenningu ásamt peningaverðlaunum. 

Hæfur umsækjendi er :

a)    Einstaklingur eða fyrirtæki með lögheimili í Mosfellsbæ
b)    Einstaklingur eða fyrirtæki sem leggja fram þróunar- eða nýsköpunarhugmynd sem gagnast sérstaklega fyrirtækjum eða stofnunum í Mosfellsbæ.

Veittar eru viðurkenningar  í tveimur flokkum:

a) Hugmynd sem hefur fengið útfærslu og/eða mótast
b) Hugmynd sem búið er að útfæra og móta og fyrir liggur viðskiptaáætlun.


Umsóknarfrestur var til 20. mars 2017 og er því lokið.

VinningshafarViðurkenningar veittar 12. nóvember 2013

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar voru afhent í annað sinn 12.11.2013 í Listasal Mosfellsbæjar.

Alls bárust átta umsóknir. Fjórar í flokk B og fjórar í flokk C en engin í flokk A, í hverjum flokki var veittur 300 þúsund króna peningastyrkur fyrir 1. sæti.

Einar GrétarssonEinar Grétarsson, Listaverk úr jarðlögum - NEÐANJARÐAR

Einar býr til listaverk sem byggjast á jarðlögum. Hér er um óvenjuleg listaverk að ræða sem eru fræðandi um náttúruna og sögu Íslands mörg þúsund ár aftur í tímann og hafa jafnframt mikið fagurfræðilegt gildi.

Verkin sýna hvernig jarðvegur hefur þróast og hvernig áfok frá hálendi Íslands hefur áhrif á jarðveginn. Á jarðvegslistaverkunum koma Jarðlögfram m.a. öskulög sem hafa myndast frá landnámi til dagsins í dag. Tekin hafa verið nokkur snið í landi Mosfellsbæjar, í Mosfellsdal, Álafosskvos og Flugumýri. Einnig hafa verið tekin snið við Heklu og Eyjafjallajökull og á fleiri stöðum.

Stærð verkanna er breytileg og fer eftir hversu djúpur og áhugaverður jarðvegurinn er á hverjum stað.

Spilalist, Sigrún Jensdóttir og Ingibjörg B. Ingólfsdóttir Sigrún Jensdóttir og Ingibjörg B.Ingólfsdóttir - APP FYRIR LESBLINDA.

Þær hafa starfað starfað sem Davis ráðgjafar til margra ára og stofnuðu fyrirtækið Lesblindulist árið 2008.
Þær hafa þróað, hannað og gefið út stafaapp fyrir spjaldtölvur og snjallsíma, ætlað börnum með lesblindu eða tengda námsörðugleika.
Forritið er gefið út á fjórum tungumálum.

SpilalistAppinu er ætlað að kenna börnum stafina, bæði há- og lágstafina, draga rétt til stafs, skilja tákn í texta og æfa einbeitingu.

Eftirtaldir aðilar fengu einnig viðurkenningar fyrir sínar hugmyndir:

ANNA TOURS 
er nýstofnað fyrirtæki Önnu Hansdóttur ferðaskipuleggjanda. Anna býður upp á þriggja tíma ferð, sem samsett er af um 90 mín. gönguferð upp í Húsadal og síðan er heimsókn á heimili hennar í Reykjahvoli þar sem þjóðlegt kaffihlaðborð er á boðstólum.

FAGUR FISKUR ÚR SJÓ er hönnun á veskjum unnum úr sútuðu fiskiroði og leðri. Veskin eru í nokkrum útfærslum og stærðum og eru öll handunnin. Hönnunarferli á vörulínunni er lokið og hafa viðtökur verið mjög jákvæðar.

FERÐAST TIL FORTÍÐAR er líklega stærsta verkefnið sem sótt er um styrk fyrir í ár. Umsækjandi er Stórsaga ehf. Verkefnið snýst í stuttu máli um að endurskapa þann menningarheim sem ríkti á Íslandi fyrir þúsund árum með því að byggja víkingabæ og -svæði í Mosfellsdal.

MIA EHF. er sprotafyrirtæki Bylgju Báru Bragadóttur og Álfheiðar Evu Óladóttur. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og framleiðslu á hreinlætisvörum til persónulegra nota. Stefna fyrirtækisins er að byggja upp vörur og ímynd sem standa fyrir hreinlæti, upplifun og nýjungar.

HÓTEL LAXNES er eins og flestir vita nauðsynleg viðbót við gistimöguleika í Mosfellsbæ og eina hótelið í bænum. Starfsmenn hótelsins hafa lagt sig fram við að koma annarri þjónustu í Mosfellsbæ á framfæri við gesti sína og þar af leiðandi styrkt stöðu þeirra sem halda úti veitingastarfsemi og verslun.

EVRÓPA FRAMUNDAN er heiti verkefnis á vegum Sívakurs ehf. Fyrirtækið er í eigu Hlyns Guðmundssonar og fjölskyldu hans og framleiðir frosið brauðdeig sem hefur verið í sölu í litlu mæli síðan 2006. Sérstaðan felst í að deigið er kryddað með íslenskum náttúrukryddum og grunnur þess er hráefni sem er ræktað hér í harðbýlu landi.

Viðurkenningar veittar 15. janúar 2013

Vinningshafar

Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar voru afhent í fyrsta sinn 15.01.2013 í Listasal Mosfellsbæjar.

Alls bárust 17 umsóknir í þá þrjá flokka sem komu til greina.

Flestar umsóknir bárust í flokki B en í hverjum flokki var veittur 300 þúsund króna peningastyrkur fyrir 1. sæti. Vegna mikillar þátttöku og almenns áhuga Mosfellinga á þróun og nýsköpun var komið upp sýningu í Listasalnum þar sem verkefnin voru kynnt.

Samfélagslegt gróðurhús í MosfellsbæTanja Wohlrab – Ryan - SAMFÉLAGSLEGT GRÓÐURHÚS

Verkefnið skorar hátt í gæðum, skilvirkni, sköpunargildi og lærdómi. Verkefninu má líkja við svokallaða skólagarða sem hafa verið starfræktir í Mosfellsbæ og víðar en í þessum nýja búningi myndi það vera heilsársverkefni. Verkefnið samræmist stefnu Mosfellsbæjar í heilsueflingu og gæti vakið jákvæða athygli á bæjarfélaginu hérlendis. Lögmál sjálfbærni eiga hér við og býður upp á menntunargildi fyrir bæði börn og fullorðna.

Lampar úr íslensku fjörugrjóti og rekaviðAR hönnun, Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir og Ragnar Þór Ólason - LAMPAR ÚR ÍSLENSKU FJÖRUGRJÓTI OG REKAVIР

Verkefnið skorar hátt í gæðum, hagkvæmni og sköpunargildi. Hér eru á ferðinni frumkvöðlar í vöruhönnun þar sem verið er að nota náttúrulegt íslenskt hráefni. Lýsing gegnir lykilhlutverki á heimilum og í fyrirtækjum og það er verðmætt fyrir samfélagið að hafa framleiðslu sem leggur áherslu á nytsemi og endurvinnslu.

Vindmyllur fyrir íslenskar aðstæðurIceWind ehf, Sæþór Ásgeirsson og Ásgeir Sverrisson - VINDMYLLUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

Verkefnið uppfyllir allar forsendur fyrir vali á þróunar- og nýsköpunarverkefni.

Verkefnið á erindi til framtíðar þar sem orkumál og sjálfbærni eru ofarlega á baugi. faglega hefur verið staðið að öllum undirbúningi og framvindu verkefnisins í umsókninni. Verkefnið er að öllu leyti mjög frambærilegt og til þess bært að gera stóra hluti í framtíðinni.

VinningshópurEftirtaldir aðilar fengu einnig viðurkenningar fyrir sínar hugmyndir:

BERGLIND BJÖRGÚLFSDÓTTIR – Ég tala íslensku/íslenskt talmál fyrir útlendinga

JÓHANNA GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR – skúlptúrstígur í Mosfellsbæ, 

BRYNJA HANDVERK – sápuframleiðsla, 

kARLOTTA LIND PEDERSEN – trawire ehf / travel wireless, 

SÍVAKUR ehf – Heilsubrauð úr íslenskum hráefnum / Livebread, 

ÞRÍHÖFÐI ehf – gítarkennsla og samfélagsviðbótin party Mode á guitarparty.com


Eyðublöð

Umsókn um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar (umsóknarfrestur er liðinn)