Að flytja í Mosfellsbæ

Ertu að flytja í Mosfellsbæ ?

Nýjir íbúar eru boðnir velkomnir í Mosfellsbæ. Góð búsetuskilyrði eru í Mosfellsbæ og hér má fá ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi Mosfellsbæ og flutning í sveitarfélagið.

Hér er hægt að nálgast samantekt upplýsinga sem hjálpa nýjum íbúum að sækja sér upplýsingar um þjónustu í Mosfellsbæ.

Mosfellsbær liggur að sveitarfélagsmörkum Reykjavíkur.
Til Reykjavíkur er um 15 mínútna keyrsla. Sveitarfélagið er um 220 ferkílómetra að stærð og þar eru búsettir um 11.000 íbúar.

Aðsetur skrifstofu sveitarfélagsins er í Kjarna, 2 hæð, Þverholti 2, símanúmer 525 6700.
Bæjarstjóri er Haraldur Sverrisson, netfang: haraldur[hja]mos.is

Mosfellsbær er með fjölbreytta þjónustu í boði fyrir ólíka þjóðfélagshópa. Á þessum vef er hægt að fá upplýsingar og tengiliði hjá ýmsum stofnunum, ýmist með því að leita í stofnana- og deildalista eða með því að leita eftir markhópum.

Flutningstilkynning:

Búferlaflutninga ber að tilkynna til Þjóðskrá Íslands innan við viku frá flutningi. Umsóknareyðublöð liggja í afgreiðslu skrifstofu Mosfellsbæjar. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð með rafrænum hætti hér á vefsíðu Þjóðskrá og senda rafrænt. Einnig er hægt að koma á bæjarskrifstofu og skila útfylltu eyðublaði á skrifstofu Mosfellsbæjar. Flutningstilkynningar sem eru skannaðar inn af sveitarfélögum og sendar í tölvupósti til Þjóðskrá Íslands þarf ekki að senda í frumriti í bréfpósti.

 Upplýsingum er komið til Hagstofu Íslands, íbúaskrár. Íbúum er einnig bent á þann möguleika að fylla inn rafrænar tilkynningar en það er hægt að gera á vefjunum www.skra.is og www.island.is

Ætlar þú að byggja?

Umhverfis- og tæknisvið veitir allar upplýsingar um lóðir og framkvæmdir.
Opnunartími: Mánudaga til föstudaga frá 08:00-16:00
Sími: 525 6700

Leiguhúsnæði.

Ef þú ert í leit að leiguhúsnæði má benda á bæjarblaðið Mosfelling.

Viltu kaupa húsnæði í Mosfellsbæ?

Tvær fasteignasölur, Fastmos og Berg, eru í bæjarfélaginu sem selja og veita upplýsingar um húsnæði í Mosfellsbæ ásamt fleiri fasteignasölum á höfuðborgarsvæðinu.

Á vef Vinnumálastofnunar, www.vinnumalastofnun.is, má finna laus störf á höfuðborgarsvæðinu.

Hér neðar á heimasíðu Mosfellsbæjar má sjá flýtileið „Laus störf “. Þar eru auglýstar lausar stöður á vegum stofnana bæjarins auk þess sem birtar eru auglýsingar á vegum hins opinbera og einkaaðila.

Á heimasíðu má finna lista yfir allar stofnanir, en það getur verið gott að láta forstöðumenn þeirra vita af sér ef maður telur sig henta vel í vinnu hjá viðkomandi.

Of langt mál væri að telja upp þau fyrirtæki sem starfrækt eru í bænum, en sjálfsagt er að senda póst á mos@mos.is og spyrja út í fyrirtæki sem starfa í tilteknum geirum atvinnulífsins.

Nokkuð er um að fólk búi í einum byggðarkjarna höfuðborgarsvæðisins en starfi í öðrum. Almenningssamgöngur eru vel sniðnar að því að fólk geti unnið í Mosfellsbæ en búið í öðrum byggðum sveitarfélagsins.