Félagsstarf

Félagsstarf í Mosfellsbæ auðgar mannlífið í bænum og er snar þáttur í menningarlífi bæjarins. Bæjarfélagið styður mörg félaganna enda mikil og góð þátttaka í starfi þeirra.

Má hér nefna Ungmennafélagið Afturelding, Skátafélagið Mosverjar, Golfklúbbarnir Kjölur og Bakkakot, Hestamannafélagið Hörður og Björgunarsveitin Kyndill.

Íþrótta- og tómstundafélögin í Mosfellsbæ vinna metnaðarfullt og árangursríkt starf sem borið hefur hróður bæjarfélagsins víða enda eru Mosfellingar stoltir af félögunum sínum og því frábæra starfi sem þar er unnið.

Fjöldi annarra félaga blómstrar vegna óeigingjarns starfs fólks sem leggur sín lóð á vogarskálarnar. Kórarnir, kvenfélagið, Félag aldraðra og skógræktarfélagið eru bara nokkur dæmi um félög sem byggjast á slíku starfi.

Kammerkór Mosfellsbæjar (Blandaður kór) 

Álafosskórinn Sjórnandi Ástvaldur Traustason (Blandaður kór)

Álafosskórinn a facebook

Mosfellskórinn (Blandaður kór)

Skólakóri Varmárskóla Stjórnandi Guðmundur Ómar Árnason

Skólakórinn á facebook

Stefnir (Karlakór)

Kirkjukór Lágafellssóknar Stjórnandi Arrnhildur Valgarðsdóttir

Vorboðarnir, kór eldriborgara. Sjórnandi Páll Helgason

Heklurnar (Kvennakór)

Stöllurnar (Kvennakór - fóstrur í Mosfellsbæ) Stjórnandi Heiða Árnadóttir

Barnakór  í Lágafellsskóla

Karlakór Kjalnesinga 
Mosfellsbræður

Stormsveitin

Óperukór Mosfellsbæjar - Kór samansettur af tveimur kórum sama stjórnanda, Karlakórnum Mosfellsbræðrum og sönghópnum Boudoir, auk fleira fólks.