Samgöngur

Strætó til og frá MosfellsbæStrætó

Mosfellsbær er eitt af 7 sveitafélögum á höfuðborgarsvæðinu sem reka Strætó bs. með það að markmiði að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna.

Þjónustuver Mosfellsbæjar og Íþróttamiðstöðin að Varmá selur farmiða og kort í Strætó. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Strætó bs

Hjólaskýli við Háholt

Hjólaskýli í Háholti

Nýtt hjólaskýli við strætisvagnabiðstöðina við Háholt var formlega tekið í notkun 9. september 2013. Markmiðið er að stuðla að bættum samgöngum í Mosfellsbæ og gera hjólreiðar og almenningssamgöngur að betri valkosti.

Hjólreiðaskýlið eykur möguleika almennings að nýta sér hjólreiðar innanbæjar, en geyma síðan reiðhjólið í skýlinu, í skjóli fyrir veðri og vindum, á meðan almenningssamgöngur eru nýttar til ferða til og frá Mosfellsbæ.

Uppsetning hjólreiðaskýlisins var hluti af samgönguviku í Mosfellsbæ og með framkvæmdinni vill Mosfellsbær skipa sér sess sem sveitarfélag þar sem hjólreiðar og almenningssamgöngur eru raunhæfur kostur.

Göngu og hjólaleiðir í Mosfellsbæ

Korterskortið

Fjölbreytt úrval hjólastíga er í bænum til útivistar og notfæra sér  margir hjóla- og göngustígakort sem finna má á helstu stöðum í bænum en jafnframt hér á heimasíðu bæjarins : korterskortið.

Kortið sýnir 1,6 km radíus út frá miðbæ Mosfellsbæjar, en það er sú vegalengd sem tekur meðal manninn einungis um 15 mínútur að ganga og 6 mínútur að hjóla. Tilgangurinn er að sýna hversu litlar vegalengdir er oftast um að ræða innanbæjar í Mosfellsbæ og hvetjum við þannig fólk til að ganga eða hjóla innanbæjar.

Hjóla- og göngustígar

Ýmis áhugaverð kort af hlaupa-, hjóla- og gönguleiðum í Mosfellsbæ. Mosfellingar kunna vel að meta umhverfi sitt og eru gönguleiðir góðar allt frá fjöru til fjalla og aðstaða til hreyfingar því afar fjölbreytileg frá náttúrunnar hendi.

StrætóLeiðir í Mosfellsbæ

Leið 6 
Háholt » Barðastaðir » Spöngin » Ártún » Kringlan » Hlemmur 
Hlemmur » kringlan » Ártún » Spöngin » Barðastaðir » Háholt

Leið 15 
Mosfellsbær » Ártún » Hlemmur » Vesturbær
Vesturbær » Hlemmur » Ártún » Mosfellsbær

Leið 27 
Háholt » Laxnes » Háholt

Leið 29  Pöntunarþjónusta 5 88 55 22 (60 mín fyrirvari)
Háholt » Vesturlandsvegur/Ásland » Leirvogstunga » Esjumelar » Esjurætur » Klébergsskóli » Vallargrund/Esjugrund » Esjuskáli
Esjuskjáli » Vallargrund/Esjugrund » Klébergsskóli » Esjurætur » Esjumelar » Leirvogstunga » Vesturlandsvegur/Ásland » Háholt 

Leið 57
Akureyri » Sauðárkrókur » Blönduós » Borgarnes » Akranes » Háholt » Mjódd
Mjódd » Háholt » Akranes » Borgarnes » Blönduós » Sauðárkrókur » Akureyri