Heilsuþjónusta

Heilsuþjónusta Lágafellslaug

LÁGAFELLSLAUG  -  HEILSUÞJÓNUSTA

Heilsuhjálpin Lágafellslaug bíður uppá fjölbreytta heilsueflandi þjónustu. Aðstaða og aðgengi er mjög gott og erum við í herbergjum innst inni á aðalganginum. Innifalið í meðferðum er allur aðgangur að sundlauginni, pottum, vatnsgufu, sauna og rennibrautum. Annað hvort fyrir eða eftir meðferð. 

Næg bílastæði eru og stæði fyrir fatlaða. Strætó númer 15 stoppar í næsta nágrenni.

Heilsuhjálpin (Sjá Heilsuhjálpin á Facebook)
Nokkrir meðferðaraðilar eru hjá Heilsuhjálpinni. Allir menntaðir í sínu fagi. Hjá þeim eru í boði heilsunudd, heilsuráðgjöf og hómópatía, svæðanudd og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð Allt meðferðir sem efla heilsu og auka þrótt. 

Heilsunudd
Nudd gefur góða slökun. Örvar blóðflæði og mýkir upp auma vöðva. Boðið er uppá heilnudd eða partanudd. Tímapantanir hjá Maríu Finnbogadóttur, heilsunuddara í s: 861 8516 eða á maria[hjá]htm.is Sjá nánar um heilsunudd á www.heilsunudd.is 

Heilsuráðgjöf – Hómópatía
Meðferðin er heildræn og einstaklingsmiðuð. Eflir lífsþróttinn og eykur þinn eigin lækningarmátt. Auk þess stuðlar hún að jafnvægi. Unnið er með hverskonar einkenni og ójafnvægi sem orsakast af t.d. áföllum, slysum eða veikindum. Bæði af andlegum sem líkamlegum toga. Gefnar eru hómópatískar remedíur. Allir geta nýtt sér meðferðina jafnt ungir sem aldnir. Tímapantanir hjá Guðrúnu Ólafsdóttur,hómópata í s: 848 9712 og 7766 113 (Nova) eða á giggahomopati[hjá]gmail.com Sjá nánar um hómópatíu á www.homopatar.is 

Svæðanudd
Svæða- og viðbragðsmeðferð byggist á þeirri kenningu að í fótum og höndum líkamans séu svæði sem tengjast hverju líffæri og líkamshluta. Ef álag eða sjúkdómur er í einhverjum líkamsparti þá kemur það fram sem sársauki eða aumur blettur í fótunum. Nuddið örvar lækningarmátt líkamans og gefur einnig góða slökun og oft betri svefn
Tímapantanir hjá Gunnvöru Björnsdóttur, svæðanuddara í s: 820 0878 

Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun
Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun (cranio) er heildræn meðferð sem byggir á léttri snertingu sem losar um spennu í bandvef og himnukerfi líkamans. Gefur slökun og stórbætta líðan. Meðferðin er bæði fyrir börn og fullorðna. Meðhöndlun í vatni er einnig í boði. Tímapantanir hjá Gunnari Gunnarssyni höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara í s: 699 8064 eða á ggunnster[hjá]gmail.com Sjá nánar um höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun á www.craniofelag.is 

Best er að hafa beint samband við meðferðaraðilana í síma eða tölvupósti. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda okkur skilaboð á Facebook undir Heilsuhjálpin eða á netfangið heilsuhjálpin[hjá]gmail.com