Menning

Bókasafn

Bókasafn Mosfellsbæjar er vinsæll viðkomustaður fyrir Mosfellinga á öllum aldri í leit að fræðslu- og afþreyingarefni. Bókasafnið og skólar bæjarins hafa alla tíð átt mikið gott og samstarf.

Listasalur

Mosfellsbær er mikill suðupottur menningar og listar. Í sveitarfélaginu býr og starfar fjöldi listamanna. Listasalur Mosfellsbæjar er rekinn á vegum sveitarfélagsins og þar eru reglulegar listsýningar haldnar allt árið um kring.

Bæjarlistamaður

Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar útnefnir ár hvert bæjarlistamann Mosfellsbæjar. Bæjarlistamaður hlýtur styrk frá Mosfellsbæ.

Laxnessvefur

Á Laxnessvefnum er gert grein fyrir tengslum Halldórs við byggðarlagið sem skipta miklu máli til að átta sig á rithöfundinum og Mosfellingnum Halldóri Laxness.

Héraðsskjalasafn

Héraðsskjalasafnið annast söfnun, innheimtu og varðveislu skjala frá afhendingarskyldum aðilum, þ.e. stofnunum Mosfellsbæjar og félögum sem njóta verulegra opinberra styrkja, einnig skjölum einstaklinga, félaga og fyrirtækja, skrásetja þau og gera aðgengileg notendum og á allan hátt leitast við að efla þekkingu á sögu umdæmisins.

Hlégarður

Glæsilegt menningarhús staðsett í fallegum skrúðgarðií í hjarta Mosfellsbæjar.