Listasalur

Listasalur Mosfellsbæjar er rekinn á vegum sveitarfélagsins. Salurinn er fjölnota og er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar og hefur verið starfræktur frá 2005. Þar fer fram margvíslegt félags- og menningarstarf eins og myndlistarsýningar, tónleikar, fundir o.fl allt árið um kring.

Salurinn er 80 fm2 að stærð og honum fylgir smáeldhús með vaski og ísskáp, aðgengi að fatahengi og salerni. Einnig geta fylgt salnum borð, 60 stólar og flygill við tónlistarviðburði.

Viðburðir í Listasal sem eru öllum opnir og hafa ekki truflandi áhrif á starfsemi Bókasafnsins geta farið fram á afgreiðslutíma safnsins. Miðist aðgengi að viðburði eingöngu við afmarkaðan hóp er hægt að fá Listasalinn leigðan utan afgreiðslutíma safnsins gegn gjaldi.

Sækja verður um afnot af salnum á sérstökum eyðublöðum sem fást í Bókasafninu og ábyrgðarmaður tiltekins viðburðar fyllir út og undirritar.

Á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar er gengið inn í salinn úr Bókasafninu.

Ef uppákomur í Listasalnum eru utan opnunartíma Bókasafnsins er gengið beint inn í salinn um sérinngang Listasalarins sem snýr út að hringtorginu á mótum Þverholts og Háholts.

Umsjónarmaður Listasalar Mosfellsbæjar er Málfríður Finnbogadóttir - Netfang mf[hjá]mos.is

Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, 270 Mosfellsbær

Sími 566 6822 - 566 6860 - Fax 566 8114 - Netfang listasalur[hjá]mos.is

Listasalurinn er á Facebook