Um Mosfellsbæ

Mosfellsbær er um 10.000 manna, ört vaxandi, framsækið og nútímalegt bæjarfélag í útjaðri höfuðborgarsvæðisins. Hér hefur verið mesta íbúafjölgun allra sveitarfélaga á Íslandi á síðasta áratug að undanskildu Álftanesi enda hefur Mosfellingum fjölgað um 57% á síðustu tíu árum. Mosfellsbær er nú orðið sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins.

Mosfellsbær er landmikið sveitafélag, tæpir 20.000 ha, með fjölbreytta landnotkun sem skapar mikil tækifæri í uppbyggingu. Lögð er áhersla á fjölbreytni og valfrelsi í skipulagi og þjónustu og um leið að tengja saman hið byggða og hið náttúrulega umhverfi.  

Náin snerting við fagra náttúru, aðlaðandi menningar- og félagslíf, fjölbreyttir möguleikar til útivistar og fjölskylduvænt umhverfi eru á meðal ástæðna þess að svo margir velja að búa þar, fjarri skarkala borgarlífsins en samt í aðeins 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðborg Reykjavíkur, í einskonar sveitasælu með borgarbrag.

Tengiliður

Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og upplýsingamála, heldur utan um samskipti við fjölmiðla.  Síminn er: 525 6708.  Netfangið er: arnar[hja]mos.is

Fréttabréf

Ef þú hefur áhuga á að gerast áskrifandi af fréttum og því helsta sem er á döfinni í Mosfellsbæ þá sendu okkur línu á vef mosfellsbæjar með því að smella hér.

Hönnunarstaðall og reglur um notkun

Notkun merkis Mosfellsbæjar er heimil til að auðkenna kynningarefni, fasteignir, verkefni og framkvæmdir sveitarfélagsins sjálfs. Auk þess er íþrótta- og tómstundafélögum og góðgerðarsamtökum sem starfa í Mosfellsbæ heimilt að nota merkið, enda sé uppruni þess sem merkja á ljós. Fyrir alla aðra notkun skal leita heimildar og leiðsagnar hjá þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar.
   
Hér eru merki Mosfellsbæjar í mismunandi útfærslum og stærðum:

Merki Mosfellsbæjar - svart Merki Mosfellsbæjar
Merki Mosfellsbæjar - svart Merki Mosfellsbæjar - grænt

 

Merkið á stafrænu formi

Merkið á PDF formi

Merkið á JPEG formi

Merkið á VECTOR formi


Fyrirspurnir og/eða ábendingar´

Fyrirspurnir vegna merki Mosfellsbæjar berist til Aldísar Stefánsdóttir upplýsingafulltrúa á netfangið aldis[hjá]mos.is.

Heilsueflandi samfélag

 Merkið á JPEG formi

Merkið á VECTOR formi
Fréttamynd01/11/18

Tekjur aukast, þjónusta vex og fjárfest í innviðum á sviði skóla og frístundamála

Þjónusta við ung börn aukin og framkvæmdir hefjast við fjölnota íþróttahús. Fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2022 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn þann 31. október sl. Fjárhagsáætlunin gerir ráð...
31/10/18

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 og næstu þrjú ár þar á eftir er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að tekjur nemi 12.224 m.kr., gjöld fyrir...
30/11/17

Álögur lækka og þjónusta efld

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 29. nóvember sl. Gert er ráð fyrir því að tekjur Mosfellsbæjar nemi 10.582 m.kr., gjöld fyrir fjármagnsliði nemi 9.268...
Skoða fréttasafn
Aðgangur að gögnum og upplýsingum tekur mið af upplýsingalögum nr. 50/1996 þar sem kveðið er á um að upplýsingar skuli að öllu jöfnu vera aðgengilegar. Það meginákvæði og sú almenna regla um opna stjórnsýslu sem fram kemur í 16. grein sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, um að fundir sveitarstjórna skuli haldnir fyrir opnum dyrum, auk annarra laga sem varða stjórnsýslu og meðferð persónuupplýsinga, eru undirstaða þeirra ákvæða sem finna má í stefnu þessari og takmarka aðgengi að upplýsingum eftir því sem við á hverju sinni. Hér má ennfremur vísa t.d. til nokkurra greina stjórnsýslulaga nr. 37/1993 , s.s. 7. gr. um leiðbeiningarskyldu og 15.-17. gr. sömu laga um upplýsingarétt.

Mosfellsbær er 7. fjölmennasta sveitarfélagið á landinu.

Íbúarfjöldi frá árinu  2000 - 2017

Íbúaþróun á árunum 1901-1999 
2017
2016
2015
2014
2013

2012
2011
2010
2009
10.003
9.698
9.516
9.300
8.978
8.854
8.642
8.553
8.403

 

2008
2007

2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
8.192
7.516

7.165
6.817
6.589
6.473
6.323
6.113
5.869
1999
1998
        
1997        
1996     
1995        
1994    
1993    
1992   
1991  
5.540
5.246
5.221
4.976
4.917
4.793
4.698
4.511
4.382

1990  
1980
    
1970   
1960      
1950      
1940     
1930     
1920   
1910  
4.259
2.928
986
727
605
492
373
268
313

Tölur miðast við 1. janúar ár hvert.

Heimildir frá Hagstofu Íslands

Samfélagsmiðlar

Mosfellsbær leggur mikla áherslu á góð samskipti og því nýtum við samfélagsmiðla til hins ýtrasta. Okkar markmið er að miðla fræðslu og gagnlegum upplýsingum til bæjarbúa og fyrirtækja um það sem efst er á baugi í bæjarfélaginu.  

Facebook

 

Mosfellsbær nýtir facebook til þess að eiga samskipti við íbúa og viðskiptavini sína. Facebooksíðan er hugsuð fyrir íbúa og fyrirtæki í Mosfellsbæ.Þar birtum við gjarnan fréttir frá skemmtilegum uppákomum úr bæjarlífinu og því helsta sem er að gerast einnigáhugaverð myndbönd frá því heitasta sem er í gangi hverju sinni.

Flickr

Á flickr er tilvalið að miðla fallegum myndum úr bæjarlífinu og úr náttúru Mosfellsbæjar.


YouTube

Á YouTube rás Mosfellsbæjar má segja að við rekum litla sjónvarpsstöð og þar er að finna fjölda fróðlegra myndskeiða frá fundum bæjarstjórnar.


Instagram

Instagram
Við erum á instagram  #mosfellsbaerinn


Google Plus

Við notum Google+ fyrir almenna upplýsingamiðlun. Fréttir, blogg og myndbönd leika þar stórt hlutverk.

Issuu rafrænir bæklingar

Rafrænir bæklingar sem Mosfellsbær hefur gefið út.

Vimeo

Vimeo  Vimeo - ýmsar myndbandsupptökur tengdar Mosfellsbæ

Pinterest 

Pinterest  Pinterest er korktaflan okkar