Heilbrigðiseftirlitsgjald - Gjaldskrá

23.11.2017
Nr. 1080  23. nóvember 2017 

 

GJALDSKRÁ  fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. 

1. gr.
Af starfsemi sem háð er starfsleyfi eða eftirliti Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni, lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, lögum nr. 6/2002 um tóbaksvarnir og lögum nr. 93/1995 um matvæli. Einnig er heimilt að innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari vegna þjónustu sem er í verkahring heilbrigðiseftirlits að veita skv. ofangreindum lögum. 

2. gr.
Tímagjald fyrir þjónustu er kr. 13.200.

Gjald fyrir rannsókn á einu sýni skv. eftirlitsáætlun er kr. 17.000.

Aðildarsveitarfélögin sjá um innheimtu eftirlitsgjalda vegna reglubundins eftirlits skv. viðauka með gjaldskrá þessari. Þar kemur jafnframt fram áætluð tíðni eftirlits.
Unnt er að sækja um lækkun gjalda ef starfsemi hefur haft samning við faggilta skoðunarstofu, hefur rekið vottað gæðakerfi eða hefur rekið innra eftirlit með starfsemi sinni sem heilbrigðisnefnd telur ganga lengra en reglur kveða á um. Ef heilbrigðisnefnd fellst á slíka lækkun er henni heimilt að draga úr eftirliti frá sama tíma.
Ef einungis hluti margþætts eftirlits með starfsemi fer fram er heimilt að lækka eftirlitsgjald sem því nemur.
Heilbrigðiseftirlitið gerir skrá yfir eftirlitsskylda starfsemi í samræmi við viðauka sem fylgir gjaldskrá þessari og sendir viðkomandi aðildarsveitarfélagi.
Þegar sami aðili rekur fleiri en eina tegund starfsemi á einum og sama stað er heimilt að innheimta eitt árlegt gjald. Þá er áætlaður tími fyrir hvorn fyrirtækjaflokk lagður saman en einungis eitt akstursgjald tekið enda sé eftirlitsferð samnýtt.

 

3. gr.
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis sér um gjaldtöku vegna útgáfu leyfa og vottorða og vegna eftirlits umfram áætlun sem og þjónustuverkefna sem til falla.

Fyrir nýtt starfsleyfi greiðast kr. 30.000 auk auglýsingakostnaðar og eftirlitsgjalds ef við á. Heilbrigðisnefnd er jafnframt heimilt að innheimta reiknað tímagjald vegna vinnu við gerð sértækra starfsleyfisskilyrða vegna starfsemi sem fellur undir reglugerð nr. 785/1999.
 
Fyrir endurnýjun starfsleyfis greiðast kr. 23.000 auk auglýsingakostnaðar og eftirlitsgjalds ef við á.

Fyrir önnur leyfi s.s. tóbaksleyfisgjöld greiðast kr. 30.000.

Fyrir vottorð og umsagnir skv. fyrirliggjandi gögnum greiðast kr. 20.000

Fyrir húsnæðisskoðun greiðast kr. 20.000 en Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis er þó heimilt að lækka eða fella það niður. Fyrir ítarlega húsnæðisskoðunarskýrslu er greitt skv. tímagjaldi.

Fyrir markaðs- og götusölu greiðast kr. 20.000 en Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis er þó heimilt að lækka eða fella gjaldið niður.

Sé raunkostnaður við rannsókn skv. reikningi frá rannsóknarstofu hærri en sem nemur gjaldi heilbrigðiseftirlits fyrir rannsókn skal innheimta raunkostnað að viðbættu 35% umsýslugjaldi og akstursgjaldi skv. útreikningi fjármálaráðuneytis ef ekki er unnt að samnýta ferðina.

Heilbrigðisnefnd er heimilt að fjölga tímabundið eftirlitsferðum umfram það sem fram kemur í eftirlitsáætlun ef nauðsyn krefur t.d. þegar nýr búnaður hefur verið tekinn í notkun eða vegna kvartana. Nefndin innheimtir þá gjald eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.

Starfsemi sem er eftirlitsskyld en er ekki á lista í viðauka greiðir eftirlitsgjald eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.

Verk sem unnin eru skv. ákvæðum samþykkta settum samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir eru gjaldfærð eins og um þjónustuverkefni sé að ræða nema um annað hafi verið samið. Fyrir þjónustuverkefni er rukkað tímagjald.

Vegna beitingar þvingunarúrræða skv. VI. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum skal heilbrigðisnefnd innheimta fyrir kostnaði eins og um aukin eftirlitsverkefni sé að ræða.

 

4. gr.
Heimilt er að fella starfsleyfi fyrir starfsemi úr gildi ef eftirlitsgjöld skv. 2. gr. eru ekki greidd að undangengnum tilhlýðilegum fresti. Séu gjöld skv. 3. gr. ekki greidd fellur starfsleyfið sjálfkrafa úr gildi. Sama á við ef starfsemi hefur ekki hafist einu ári frá útgáfu leyfis og ef starfsemi hefur legið niðri í tvö ár samfellt.

 

5. gr.
Gjalddagi gjalda samkvæmt 2. og 3. gr. er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga, auk áfallins innheimtukostnaðar.
Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 12. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. 

 

6. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samin er og samþykkt af aðildarsveitarfélögunum með heimild í 12. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, sbr. lög nr. 59/1999, 21. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum og 8. gr. laga um tóbaksvarnir nr. 6/2002 með síðari breytingum. Gjaldskrá þessi öðlast gildi við birtingu og frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1061/2015 fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.

 

Mosfellsbæ, 23. nóvember 2017.
F.h. heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis,
Þorsteinn Narfason framkvæmdastjóri.
 
Nr. 646  /  11. júní 2018

AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði
Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis, nr. 1080/2017
.

1. gr.
Nýr viðauki, sem birtur er sem fylgiskjal með auglýsingu þessari, um gjöld fyrir reglubundið
heilbrigðiseftirlit, skv. 3. mgr. 2. gr. gjaldskrár nr. 1080/2017 tekur gildi við birtingu auglýsingar þessarar. Á sama tíma fellur úr gildi viðauki sem birtur var með gjaldskrá nr. 1080/2017 fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á svæði Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þann 11. desember 2017.
2. gr.
Auglýsing þessi er birt með heimild í 46. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, sbr. lög nr. 59/1999, 21. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli með síðari breytingum og 8. gr. laga um tóbaksvarnir nr. 6/2002 með síðari breytingum.
Auglýsing þessi öðlast gildi við birtingu.
Mosfellsbæ, 11. júní 2018.
F.h. heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis,
Þorsteinn Narfason framkvæmdastjóri.

 

Fylgiskjal.

VIÐAUKI

Ísat-númer  Heiti atvinnustarfsemi  Tíðni      Gjald kr. 
01.12.1.0  Ræktun grænmetis og garðplöntuframleiðsla  0,5  21.450
01.24.0.1  Alifuglarækt < 40.000 stæði 0,5  39.850
01.25.2.0  Loðdýrabú  1 71.200
01.42.0.1  Hundahótel 0,5  18.150
01.42.0.2  Kattahótel  0,5   18.150
14.21.0.0  Malar- og sandnám; vikurnám  0,25 15.675
14.21.0.1  Steinmölun og framleiðsla á ofaníburði og fyllingarefnum  102.300
15.12.0.0   Alifuglasláturhús  151.800
15.12.1.0  Dreifingarstöð fyrir alifugla   0,5  31.350
15.13.0.1  Kjötvinnsla, lítil   133.000
15.13.0.2  Kjötvinnsla, miðlungs  219.800
15.13.0.3  Kjötvinnsla, stór  349.500
15.13.0.4  Kjötvinnsla með reykingu, lítil  185.800
15.13.0.5  Kjötvinnsla með reykingu, miðlungs  272.600
15.13.0.6  Kjötvinnsla með reykingu, stór  428.700
15.13.0.7  Kjötpökkunarstöð  219.800
15.20.2.0  Saltfiskverkun  42.900
15.20.6.1  Vinnsla á ferskum fiski, lítil  49.500
15.20.6.2  Vinnsla á ferskum fiski, miðlungs  49.500
15.20.6.3 Vinnsla á ferskum fiski, stór  102.300
15.33.0.1  Sultu- og ávaxtagrautargerð 96.700
15.33.0.2  Salatgerð 96.700
15.81.0.1  Brauðverksmiðjur  185.800
15.81.0.2  Bakarí, lítið  62.700
15.81.0.3  Bakarí, miðlungs  103.300
15.81.0.4 Bakarí, stórt  172.600
15.82.0.2  Kökugerð, lítil  42.900
15.82.0.3  Kökugerð, miðlungs 66.500
15.82.0.4 Kökugerð, stór  1 79.700
15.84.0.1  Súkkulaði- og sælgætisgerð  99.500
15.85.0.1  Framleiðsla á vörum sem koma í snertingu við matvæli  36.300
15.86.0.0 Te- og kaffiframleiðsla  36.300
15.87.0.1  Krydd- og bragðefnaframleiðsla, lítil  42.900
15.87.0.2  Krydd- og bragðefnaframleiðsla, miðlungs 79.700
15.87.0.3  Krydd- og bragðefnaframleiðsla, stór  1 99.500
15.91.0.0  Framleiðsla eimaðra áfengra drykkja  89.100
15.96.0.0  Bjórgerð  89.100
17.10.0.2 Vefnaðar- og spunaverksmiðjur  62.700
17.30.0.1  Litun og bleiking < 10 tonn á dag  1 95.700
20.20.0.2  Meindýravarnir 0,5  28.050
20.30.9.2 Trésmíðaverkstæði 0,25  10.725
22.22.9.2  Prentiðnaður  0,5  31.350
24.20.0.1  Garðaúðun 42.900
25.21.0.1  Plastiðnaður  69.300
25.21.0.2  Vinnsla með plast- og frauðefni  39.600
25.22.0.0  Framleiðsla á umbúðaplasti  1 56.100
26.12.0.0  Skurður og vinnsla á glerplötum og rúðugleri  0,5 19.800 
26.61.0.0  Framleiðsla á byggingarefni úr steinsteypu  0,5 21.450
26.82.9.1  Olíumalar- og malbikunarstöðvar með breytilega staðsetningu  0,5  51.150
27.50.0.1  Málmsteypa < 20 tonn á dag 0,5 37.950
28.52.0.1  Blikksmíði  0,5  21.450
29.11.0.0 Vélsmíða- og vélaviðgerðaverkstæði  0,5  18.150
29.23.0.1  Kælitæki, viðgerðir og nýsmíði  0,5 37.950
35.11.0.1  Stálsmíði og stálskipagerð 0,5  28.050
37.20.0.1  Endurvinnsla úrgangs  0,5  34.650
37.20.0.2 Brennur, endurvinnsla úrgangs 0,5  18.150
37.20.0.4  Jarðboranir  36.300
40.10.0.1 Spennistöðvar 0,25 17.325
 40.10.0.2 Hitaveita úr lághita  0,25 17.325
41.00.0.4 Vatnsveitur 5.000-10.000 íbúa  836.400
41.00.0.5  Vatnsveitur 1.000-5.000 íbúa 372.300
41.00.0.6  Vatnsveitur 501-1.000 íbúa  104.300
41.00.0.7  Vatnsveitur < 151 íbúa eða matvælaframleiðsla  53.300
41.00.0.8  Vatnsveitur 151-500 íbúa  53.300
41.00.0.9  Vatnsveitur til einkanota  0,5  35.150
50.20.0.1 Bifreiða- og vélaverkstæði, lítið  0,5  21.450
50.20.0.1  Bón- og bílaþvottur, sjálfvirk  0,5  21.450
50.20.0.1  Ryðvarnarverkstæði 42.900
50.20.0.1  Smurstöðvar  42.900
50.20.0.1  Viðgerðaraðstaða eigin véla  0,5 14.850
50.20.0.2  Bifreiða- og vélaverkstæði, miðlungs 0,5 24.750
50.20.0.3  Bifreiða- og vélaverkstæði, stórt 0,5  31.350
50.20.0.4  Bifreiða- og vélaverkstæði með sprautun, lítið 0,5  28.050
50.20.0.5 Bifreiða- og vélaverkstæði með sprautun, miðlungs 0,5  31.350
50.20.0.6 Bifreiða- og vélaverkstæði með sprautun, stórt 0,5  34.650
50.20.0.7 Bifreiðasprautun 0,5  31.350
50.20.0.8 Bifreiðaréttingar 0,5 21.450
50.20.0.9 Bón- og bílaþvottur, sjálfvirk  0,5 31.350
50.30.0.1  Bifreiðavarahlutaverslanir  0,5 31.350
50.30.0.3  Bílapartasölur  49.500
50.50.0.0  Bensínstöðvar, sjálfvirkar  49.500
50.50.0.1  Bensínstöðvar án matvæla  99.000
50.50.0.2  Bensínstöðvar með matvöru  151.800
50.50.0.3  Bensínstöðvar með veitingasölu  244.700
51.31.0.1  Heildverslun með ávexti og grænmeti, lítil  49.500
51.31.0.2  Heildverslun með ávexti og grænmeti, miðlungs  62.700
51.31.0.3  Heildverslun með ávexti og grænmeti, stór  99.500
51.36.0.0  Heildverslun með sykur, súkkulaði og sælgæti  0,5  34.650
51.39.0.1  Heildverslun með önnur matvæli, drykkjarvöru og tóbak, lítil  0,5  21.450
51.39.0.2  Heildverslun með önnur matvæli, drykkjarvöru og tóbak, miðlungs  62.700
51.39.0.3  Heildverslun með önnur matvæli, drykkjarvöru og tóbak, stór  92.900
51.57.0.3  Móttaka á úrgangi til endurvinnslu  0,5  21.450
52.11.1.1  Stórmarkaðir > 400 m², með matvælavinnslu  287.300
52.11.1.2  Stórmarkaðir > 400 m², án matvælavinnslu  197.200
52.11.2.1  Matvöruverslun með vinnslu, lítil  96.700
52.11.2.2  Matvöruverslun með vinnslu, miðlungs  176.400
52.11.2.3  Matvöruverslun með vinnslu, stór  206.600
52.11.2.4  Matvöruverslun án vinnslu, lítil  66.500
52.11.2.5  Matvöruverslun án vinnslu, miðlungs  113.700
52.11.2.6  Matvöruverslun án vinnslu, stór  193.400
52.11.3.1  Söluturnar án óvarinna matvæla  42.900
52.11.3.2 Söluturnar með óvarin matvæli, litlir  42.900
52.11.3.3  Söluturnar með óvarin matvæli, miðlungs  83.500
52.11.3.4  Söluturnar með óvarin matvæli, stórir  90.100
52.23.0.1  Fiskbúðir með vinnslu, litlar  76.900
52.23.0.2  Fiskbúðir með vinnslu, miðlungs  83.500
52.23.0.3  Fiskbúðir með vinnslu, stórar  150.000
52.23.0.4  Fiskbúðir án vinnslu, litlar  59.900
52.23.0.5  Fiskbúðir án vinnslu, miðlungs  83.500
52.23.0.6  Fiskbúðir án vinnslu, stórar  90.100
52.24.0.1  Smásala á brauði, kökum og sætabrauði án vinnslu  39.600
52.24.0.2  Smásala á brauði, kökum og sætabrauði með vinnslu  79.700
52.24.0.3  Smásala á brauði, kökum og sætabrauði með vinnslu og veitingasölu  86.300
52.25.0.0  Áfengisverslun  0,5  31.350
52.27.0.0  Önnur smásala á matvöru, drykkjarvöru og tóbaki í sérverslunum  79.700
52.31.0.0  Apótek  0,5  44.550
52.46.1.3  Járnvöruverslanir  0,5  44.550
52.46.2.1  Málningarvöruverslanir  0,5  37.950
52.49.1.0  Gæludýraverslun  0,25  9.075
52.62.0.0  Markaðir, stórir  125.400
52.62.0.1  Markaðir, miðlungs  56.100
52.62.0.2  Markaðir, litlir  0,5  21.450
55.11.0.1  Gististaður með veitingasölu, lítill  1 73.100
55.11.0.2  Gististaður með veitingasölu, miðlungs  92.900
55.11.0.3  Gististaður með veitingasölu, stór  185.800
55.12.0.1  Gististaður án veitingasölu, lítill (heimagisting)  0,25   10.725
55.12.0.2  Gististaður án veitingasölu, miðlungs  0,5  24.750
55.12.0.3  Gististaður án veitingasölu, stór  0,5  31.350
55.21.0.1  Farfuglaheimili og fjallaskálar, heilsársnotkun  0,25  10.725
55.21.0.2  Farfuglaheimili og fjallaskálar, sumarnotkun 0,25 10.725
55.22.0.1  Tjaldstæði, þ. á m. hjólhýsastæði, stórt  1 56.100
55.22.0.2  Tjaldstæði, þ. á m. hjólhýsastæði, miðlungs  0,5  28.050
55.22.0.3  Tjaldstæði, þ. á m. hjólhýsastæði, lítið  0,5  21.450
55.23.0.1  Bændagisting, orlofshúsasvæði og önnur ótalin gisting með veitingasölu  0,5  29.950
55.23.0.2  Bændagisting, orlofshúsasvæði og önnur ótalin gisting án veitingasölu  0,5  18.150
55.30.1.1  Matsölustaðir, litlir  79.700
55.30.1.2  Matsölustaðir, miðlungs  92.900
55.30.1.3  Matsölustaðir, stórir  119.300
55.30.1.4  Skyndibitastaðir, litlir  90.100
55.30.1.5  Skyndibitastaðir, miðlungs  116.500
55.30.1.6  Skyndibitastaðir, stórir  159.900
55.30.1.7  Matsöluvagnar  42.900
55.30.1.8  Brauðstofur  103.300
55.30.2.0  Skemmtistaðir með matsölu  86.300
55.30.2.1  Skemmtistaðir án matsölu  0,5  28.050
55.40.0.0  Kaffihús, smurt brauð  42.900
55.40.0.1  Krár, kaffihús með matsölu  103.300
55.40.0.2  Kaffihús, lítið, aðkeyptar kökur  0,5  21.450
55.40.0.2  Krár, kaffihús án matsölu  56.100
55.40.0.3  Samkomusalir án eldhúss eða eingöngu uppþvottur  0,25  10.725
55.40.0.4  Samkomusalir með móttökueldhúsi  0,5  28.050
55.40.0.5  Samkomusalir með fullbúnu eldhúsi  112.200
55.51.0.1  Mötuneyti með fullbúnu eldhúsi, lítið  42.900
55.51.0.2  Mötuneyti með fullbúnu eldhúsi, miðlungs  62.700
55.51.0.3  Mötuneyti með fullbúnu eldhúsi, stórt  109.900
55.51.0.4  Mötuneyti með móttökueldhúsi, lítið  42.900
55.51.0.5  Mötuneyti með móttökueldhúsi, miðlungs  56.100
55.51.0.6  Mötuneyti með móttökueldhúsi, stórt  90.100
55.52.0.1  Sala á tilbúnum mat, lítil  49.500
55.52.0.2  Sala á tilbúnum mat, miðlungs  133.000
55.52.0.3  Sala á tilbúnum mat, stór  159.400
58.51.3.9  Sandblástur  0,5  18.150
60.21.0.1 Bið- og endastöðvar strætisvagna   7.425
63.21.0.1  Vöruflutningamiðstöðvar  75.900
63.23.0.1  Flugvellir með eldsneytisafgreiðslu  0,5  28.050
63.23.0.2  Flugvellir án eldsneytisafgreiðslu  0,5  21.450
80.10.0.1  Grunnskólar án mötuneytis  69.300
80.10.0.2  Grunnskólar með móttökueldhúsi  112.200
80.10.0.3  Grunnskólar með fullbúnu eldhúsi 142.400
80.10.0.4  Grunnskóli rekinn í tveimur aðskildum byggingum með fullbúnu eldhúsi  205.100
80.21.0.1  Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - bóknám án mötuneytis  0,5  28.050
80.21.0.2  Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - bóknám með móttökueldhúsi  85.800
80.21.0.3  Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - bóknám með fullbúnu eldhúsi  129.200
80.22.0.1  Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - iðn- og verknám án mötuneytis  0,5  28.050
80.22.0.2  Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - iðn- og verknám með móttökueldhúsi  85.800
80.22.0.3  Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - iðn- og verknám með fullbúnu eldhúsi  129.200
80.22.0.4  Fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi - verknám í matvælavinnslu  176.400
 80.30.0.1 Fræðslustarfsemi á æðra námsstigi án mötuneytis  0,5  28.050
80.30.0.2  Fræðslustarfsemi á æðra námsstigi með móttökueldhúsi  85.800
80.30.0.3  Fræðslustarfsemi á æðra námsstigi með fullbúnu eldhúsi  129.200
80.41.0.0  Ökuskólar, flugskólar o.fl.  0,25   10.725
80.42.2.0  Tónlistarskólar  0,25  10.725
80.42.9.0  Önnur fullorðinsfræðsla og ótalin fræðsla  0,25  10.725
85.11.3.0  Endurhæfing  0,5  21.450
85.11.3.4  Endurhæfing, með fullbúnu eldhúsi, með sundlaug, stórt  258.400
85.11.4.1  Dvalar- og hjúkrunarheimili, lítil/án mötuneytis  0,5  21.450
85.11.4.2  Dvalar- og hjúkrunarheimili, miðlungs/með móttökueldhúsi  1 69.300
85.11.4.3  Dvalar- og hjúkrunarheimili, stór/með fullbúnu eldhúsi  99.500
85.11.4.4  Vistheimili  0,5  21.450
85.11.5.0  Áfengismeðferð  0,5  24.750
85.12.1.1  Heilsugæslustöðvar  0,5  24.750
85.12.2.1  Læknastofur  0,5  21.450
85.12.2.2  Læknahús með aðgerðarstofum  0,5  28.050
85.13.1.1  Tannlæknastofur  0,5  24.750
85.13.2.0  Tannsmíðar  0,5  14.850
85.14.1.1  Sjúkraþjálfun  0,5  21.450
85.14.3.1  Röntgenstofur  0,5  18.150
85.14.9.1  Fótaaðgerðarstofur  0,5  21.450
85.14.9.2  Kírópraktor  0,25  9.075
85.14.9.3  Jógastofur, heilun o.fl.  0,25  9.075
85.14.9.4  Húðflúrstofur  56.100
85.14.9.5  Húðgötun  56.100
85.20.0.1  Dýralæknastofur án röntgen  0,25  9.075
85.20.0.2  Dýralæknastofur með röntgen  0,5  21.450
85.20.0.3  Dýraspítalar  0,5  28.050
85.31.1.0  Heimili fyrir börn og unglinga  0,5  18.150
85.31.1.2  Sumarbúðir fyrir börn, fullbúið eldhús  73.100
85.31.3.0  Dvalarheimili fyrir aldraða, móttökueldhús  0,5  21.450
85.31.3.1  Dvalarheimili fyrir aldraða, fullbúið eldhús  1 59.900
85.31.4.0  Heimili fyrir fatlaða, sambýli með heimiliseldhúsi  0,5  21.450
85.31.4.2  Heimili fyrir fatlaða, fullbúið eldhús, lítið  36.300
85.31.4.3  Heimili fyrir fatlaða, fullbúið eldhús, miðlungs  42.900
85.31.5.2  Stofnanir fyrir áfengissjúklinga, fullbúið eldhús, miðlungs  59.900
85.32.1.1 Dagmömmur með > 6 börn  0,5  16.500
85.32.2.1  Leikskólar með móttökueldhúsi  99.000
85.32.2.2  Leikskólar með fullbúnu eldhúsi  129.200
85.32.2.3  Gæsluvellir og opin leiksvæði  0,5   21.450
85.32.3.2  Skóladagheimili, fullbúið eldhús  49.500
85.32.3.2  Skóladagheimili, móttökueldhús  36.300
85.32.4.0  Félagsmiðstöðvar og æskulýðsstarfsemi  0,25  10.725
85.32.6.1  Félagsaðstaða fyrir fullorðna með móttökueldhúsi  49.500
85.32.6.2  Félagsaðstaða fyrir fullorðna með fullbúnu eldhúsi  73.100
90.00.0.2  Skólphreinsistöðvar og/eða fráveita 2.000-10.000 pe og afrennsli til strandsjávar  638.700
90.00.0.3  Aðrar skólphreinsistöðvar  29.700
90.00.0.4  Gámastöð  0,5  26.400
90.00.0.5  Gámaflutningsaðilar og aðilar sem flytja spilliefni  0,25  10.725
90.00.0.6  Aðilar sem sérhæfa sig í flutningi og hreinsun á seyru.  0,25  10.725
90.00.0.7  Sorpflutningar og sorphirða  56.100
90.00.0.8  Sorpeyðingastöð, sorphaugar  376.200
90.00.0.9   Áhaldahús sveitarfélags 0,5  28.050
91.31.1.1  Kirkjur  0,25  9.075
92.13.0.1  Kvikmyndahús  0,5  28.050
92.31.0.1  Leikhús án eldhúss eða eingöngu uppþvottur  0,5  18.150
92.31.0.2  Leikhús með móttökueldhúsi  0,5  28.050
92.31.0.3  Leikhús með fullbúnu eldhúsi  69.300
92.34.0.1  Dansskólar  0,25  9.075
92.61.0.1  Sundstaðir, litlir  85.800
92.61.0.2  Sundstaðir, miðlungs  162.700
92.61.0.3  Sundstaðir, stórir  206.600
92.61.0.4 Íþróttahús, lítil  0,5  21.450
92.61.0.5  Íþróttahús, miðlungs  0,5  28.050
92.61.0.6  Íþróttahús, stór  69.300
92.61.0.7  Sundstaðir og íþróttamannvirki sambyggð  284.800
92.61.0.8  Íþróttavellir  0,25  9.075 
92.61.0.9  Skíðaskálar, skíðasvæði  0,25  12.375
92.62.0.1  Reiðhöll  0,25  10.725
92.62.2.0  Kappaksturs- og æfingabraut  56.100
92.72.0.1  Hestaleiga án matsölu  0,5  21.450
92.72.0.2  Hestaleiga með matsölu  42.900
92.73.0.1  Skotvellir  0,25  9.075
93.01.0.0  Þvottahús og efnalaugar  0,5  21.450
93.01.0.2  Efnalaugar  0,5  18.150
93.02.0.0  Hárgreiðslu- og snyrtistofur  0,5  24.750
93.02.0.1  Hárgreiðslustofur  0,5  21.450
93.02.0.2  Snyrtistofur  0,5  24.750
93.02.0.3  Baðhús  59.900
93.04.0.1  Líkamsræktarstöðvar, litlar  0,5  18.150
93.04.0.2  Líkamsræktarstöðvar, miðlungs  42.900
93.04.0.3  Líkamsræktarstöðvar, stórar  49.500
93.04.0.4  Líkamsræktarstöðvar, litlar með heitum pottum  59.900
93.04.0.5  Líkamsræktarstöðvar, miðlungs með heitum pottum  102.800
93.04.0.6 Líkamsræktarstöðvar, stórar með heitum pottum  182.500
93.04.0.7  Sólbaðsstofur án heitra potta  42.900
93.04.0.8  Sólbaðsstofur með heitum pottum  102.800
93.04.0.9  Nuddstofur  0,25  10.725
       

B-deild – Útgáfud.: 11. desember 2017

Til baka