Afreksíþróttamanna Mosfellsbæjar 

17/05/2017
Íþrótta- og tómstundanefnd auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna sem leggja stund á íþróttir, tómstundir eða listir.

Öll ungmenni á aldrinum 14 til 20 ára, með lögheimili í Mosfellsbæ, sem skara fram úr og hafa sýnt sérstaka hæfileika á sínu sviði geta sótt um styrkinn. 

Markmið styrksins er tvíþætt:

að gefa einstaklingum sömu tækifæri og jafnöldrum þeirra til að njóta launa frá bænum á sama tíma og þau stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann.

að gefa einstaklingum tækifæri til að einbeita sér frekar að list sinni, íþrótt eða tómstund til að ná meiri færni og árangri.

Íþrótta- og tómstundanefnd horfir til eftirfarandi þátta þegar styrkjum er úthlutað:

Umsögn þjálfara, kennara eða annars leiðbeinanda umsækjanda þarf að fylgja með umsókninni. Í umsögninni þurfa að koma fram upplýsingar um ástundun, hæfileika, virkni og framkomu umsækjandans.

Koma þarf fram í umsókninni með hvaða hætti styrkurinn nýtist, hvernig hann auðveldi umsækjanda að stunda list sína, íþrótt eða tómstund yfir sumartímann og af hverju hann sé umsækjenda mikilvægur til að geta stundað æfingar til að auka færni og ná frekari árangri.

Nefndin skal gæta jafnræðis við val á styrkþegum bæði hvað varðar kynferði sem og milli listgreina og íþrótta- og tómstundagreina. Þessa jafnræðis skal gætt innbyrðis við hverja úthlutun sem og á milli ára.

Árlega veitir Íþrótta- og tómstundanefnd styrki til 3-5 einstaklinga, breytilegt milli ára þar sem kostnaður fer eftir aldri styrkþega.

Styrkurinn er fólginn í launum frá Vinnuskóla Mosfellsbæjar. Fyrir unglinga á grunnskólaaldri er greitt í samræmi við samþykktan taxta Vinnuskólans.

Eldri hópurinn fær greitt í samræmi við önnur sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ.

Skilafrestur er til og með xx. mars 20xx og skal umsóknum ásamt fylgigögnum skilað rafrænt með því að fylla út form hér neðar.

Umsóknareyðublöð og reglur má nálgast hér:

Rafræn umsókn um úthlutun styrkja vegna úthlutunar styrkja til efnilegra ungmenna
Reglur um styrkir til efnilegra ungmenna


Allar nánari upplýsingar veitir Edda Davíðsdóttir, tómstunda- og forvarnarfulltrúi, í síma 525 6700 eða í netfang edda[hjá]mos.is.

Til baka