Leikskólastjóri óskast á Reykjakot

10.02.2017 11:58
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR LAUST STARF LEIKSKÓLASTJÓRA Á LEIKSKÓLANUM REYKJAKOTI.

Reykjakot er um 85 barna leikskóli, staðsettur í rólegu íbúðarhverfi í Mosfellsbæ. Skólastefna Reykjakots er umhverfismiðuð og heilsutengd og er áhersla á skapandi starf og náttúru. Landlæknir hefur vottað Reykjakot sem heilsueflandi leikskóla. Í því felst að Reykjakot vinnur markvisst að heilsueflingu í öllu sínu daglega starfi.

Leikskólastjóri stjórnar daglegri starfsemi og ber ábyrgð á faglegu starfi og rekstri leikskólans í samræmi við 5. gr. laga um leikskóla. Hann ber ábyrgð á skipulagi skólastarfs í samstarfi við foreldra, starfsfólk skólans og skólayfirvöld. Hann ber jafnframt ábyrgð á mannauðsmálum svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Leikskólastjóri er ráðin af framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.


Menntunar- og hæfnikröfur:
  • Leyfisbréf leikskólakennara er skilyrði
  • Framhaldsmenntun og kennslureynsla á leikskólastigi er skilyrði
  • Krafist er leiðtogahæfni og lausnamiðaðrar nálgunar
  • Krafist er framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Sjálfstæði í starfi og hæfni til samstarfs er nauðsynleg
  • Þekking og/eða reynsla á rekstri og áætlanagerð er skilyrði

Umsóknarfrestur er til 01. mars 2017. 

 
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu skólans www.reykjakot.is og á heimasíðu Mosfellsbæjar en auk þess veitir Gunnhildur M. Sæmundsdóttir skólafulltrúi (gunnhildur@mos.is) og Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs (linda@mos.is) nánari upplýsingar í síma 525-6700. 

Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags leikskólakennara. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Til baka