Starf við liðveislu í Mosfellsbæ

21.02.2017 14:33

Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til að annast liðveislu fyrir unglingsdreng.

Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita þeim persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs.

Vinnutíminn er eftir samkomulagi. Um fjölbreytt hlutastarf er að ræða og verkefnin áhugaverð og lærdómsrík. Mikilvægt er að liðveitandi búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Áhugasamir hafi samband við Kristbjörgu Hjaltadóttur hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar í síma 525-6700, netfang khjalta@mos.is

Til baka