Forstöðumaður menningarmála

12.05.2017 12:14
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR ÖFLUGUM FORSTÖÐUMANNI MENNINGARMÁLA OG BÓKASAFNS

Forstöðumaður menningarmála og bókasafns Mosfellsbæjar stýrir starfsemi bókasafnsins í samræmi við lög og reglugerðir. Forstöðumaður menningarmála hefur yfirumsjón með starfsemi Bókasafns og Listasalar Mosfellsbæjar. Hann er verkefnastjóri viðburða og starfsmaður Menningarmálanefndar.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:
  • Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsingafræðum eða sambærilegu námi er skilyrði
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg 
  • Haldbær reynsla í verkefnastjórnun og skipulagningu viðburða er æskileg
  • Hugmyndaauðgi og skýr framtíðarsýn er skilyrði
  • Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er æskileg
  • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu máli er skilyrði
  • Framúrskarandi tölvukunnátta og þekking á helstu forritum er skilyrði
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi

Umsóknarfrestur er til 02. júní 2017. 


Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Aldís Stefánsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar upplýsingar í síma 525 6700.

Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Til baka