Yfirþroskaþjálfi í búsetukjarna í Mosfellsbæ

08.08.2017 13:52
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR YFIRÞROSKAÞJÁLFA Í BÚSETUKJARNA.

Yfirþroskaþjálfi starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningarsamning, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbær í málaflokknum.

Hlutverk fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar er að annast félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, málefni barna og ungmenna, eldri borgara og fatlaðs fólks, húsnæðismál, aðstoð vegna áfengis- og fíkniefnavanda og vímuvarnir samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum Mosfellsbæjar.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Þroskaþjálfamenntun er skilyrði, sjúkraliðamenntun æskileg
  • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar er skilyrði
  • Þekking á hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn er skilyrði
  • Víðtæk þekking og reynsla á málefnum fatlaðs fólks og á samningi Sameinuðu þjóðanna
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar skilyrði
  • Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi 

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst 2017. 


Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir, deildarstjóri búsetu og þjónustudeildar í síma 525-6700. 

Um framtíðarstarf er að ræða. 

Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Til baka