Starf stuðningsfulltrúa á heimili fyrir börn í Mosfellsbæ

25.08.2017 07:10
Mosfellsbær auglýsir eftir stuðningsfulltrúum til vinnu á heimili fyrir börn sem verður opnað nú í október. Um er að ræða nætur-, kvöld- og helgarvaktir, fjölbreytt hlutastörf við áhugaverð og lærdómsrík verkefni.

Helstu verkefni:
  • Aðstoða börnin við allar athafnir daglegs lífs.
  • Starfa eftir þeim áherslum sem heimilið byggir á.
  • Stuðla að aukinni færni og sjálfstæði barnanna.

Hæfniskröfur:
  • Góð almenn menntun.
  • Reynsla af starfi með fötluðu fólki æskileg.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Stundvísi, rík þjónustulund og áreiðanleiki.
  • Jákvæð viðhorf og sveigjanleiki.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 25. september. Reyklaus vinnustaður.

Nánari upplýsingar veitir Fanney Sumarliðadóttir, netfang: fanneys@mos.is s: 525 6700

Í samræmi við jafnréttisstefnu Mosfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.
Til baka