Starfsmenn óskast í búsetukjarna í Mosfellsbæ

10.01.2018 10:16
MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR STARFSMÖNNUM Í HLUTASTARF Í BÚSETUKJARNA FATLAÐS FÓLKS

Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmönnum til liðs við okkur í 30% starfshlutfall – hentar vel meðfram skólanámi. Við veitum íbúum einstaklingsmiðaða þjónustu og leggjum okkur fram við að auka víðsýni þeirra með félagslegri virkni. Starfsmenn vinna eftir hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar sem og þjónustu- og starfsáætlunum. Svo leggjum við okkur fram við að skapa góða liðsheild. Við störfum samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbær í málaflokknum.


Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Áhugi á málefnum fatlaðs fólks
  • Þjónustulund og jákvæðni í starfi
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi 
  • Framtakssemi og samviskusemi
  • Viðkonandi verður að hafa hreint sakavottorð
  • Aldursskilyrði 20 ár

 

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið elvah[hjá]mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Elva Hjálmarsdóttir, forstöðumaður í Þverholti í síma 566-8070. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Til baka