Laus störf í Leirvogstunguskóla

01.02.2018 13:39
LEIRVOGSTUNGUSKÓLI Í MOSFELLSBÆ LEITAR AÐ LEIKSKÓLAKENNARA OG SÉRKENNSLUSTJÓRA.

Leirvogstunguskóli er nýlegur þriggja deilda leikskóli með um 70 nemendur á aldrinum 2 – 6 ára. Í skólanum er unnið framsækið og öflugt skólastarf þar sem kærleikurinn og gleðin er höfð að leiðarljósi. Unnið er eftir nýrri kennsluaðferð sem nefnist „ Leikur að læra“ og miðar að því að kenna börnum hljóð og stafi sem og stærðfræði í gegnum hreyfingu og skynjun á skemmtilegan og árangursríkan hátt. Skólinn tekur þátt í Erasmusverkefni ásamt fimm öðrum Evrópuþjóðum og miðlar það verkefni menningu og kennsluaðferðum milli landa.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Leikskólakennara/starfsmanni sem hópstjóra í 100% framtíðarstarf á deild

Sérkennslustjóra í 50% framtíðarstarf


Menntunar- og hæfnikröfur:
    • Menntun samkvæmt gildandi samningum, ef ekki fæst fólk með réttindi er annað skoðað
    • Reynsla af því að starfa með börnum eða sambærilegu sem nýtist í starfi 
    • Áhugi og metnaður á að vinna með börnum
    • Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum
    • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið leirvogstunguskoli@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Björg Pálsdóttir leikskólastjóri og Líney Ólafsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 568 8648

Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Til baka