Leikskólinn Reykjakot

09.02.2018 11:01
LEIKSKÓLINN REYKJAKOT Í MOSFELLSBÆ ÓSKAR EFTIR SÉRKENNSLUSTJÓRA

Reykjakot er um 85 barna leikskóli, staðsettur í rólegu íbúðarhverfi í Mosfellsbæ. Skólastefna Reykjakots er umhverfismiðuð og heilsutengd og er áhersla á skapandi starf og náttúru. Í aðalnámsskrá leikskóla eru heilbrigði og velferð skilgreind sem einn af grunnþáttum menntunar og hefur Landlæknir vottað Reykjakot sem heilsueflandi leikskóla. Í því felst jafnframt að Reykjakot vinnur markvisst að heilsueflingu í öllu sínu daglega starfi. Reykjakot er sem stendur að innleiða „Leikur að læra“ en það felur með sér nám í gegnum hreyfingu og leik. Reykjakot er þáttakandi í Nordplusverkefni sem heitir: Ábyrgur lífsstíll.

Sérkennslustjóri ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra. Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskóla. Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa/sérkennslufulltrúa leikskóla og starfsmanna leikskólans. Hefur umsjón með uppeldis- og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu. Um er að ræða fullt starf.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:
    • Leyfisbréf leikskólakennara er skilyrði
    • Framhaldsmenntun og kennslureynsla á leikskólastigi er skilyrði
    • Áhugi og metnaður á að vinna með börnum
    • Góð færni í samvinnu og samskiptum 
    • Sjálfstæði í starfi, hæfni til samstarfs og lausnamiðaðrar nálgunar 

Umsóknarfrestur er til og með 23. febrúar 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum skulu berast á netfangið tot@mos.is. Nánari upplýsingar veitir Þórunn Ósk Þórarinsdóttir leikskólastjóri í s: 566 8606. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Til baka