Lesa meira

Leikskólakennarar óskast í leikskóla Mosfellsbæjar

09.05.2018 13:39

Leikskólar í Mosfellsbæ leita að leikskólakennurum og deildarstjórum til starfa.

Íbúafjöldi Mosfellsbæjar er um 10.500 manns og er bærinn ört vaxandi útivistarbær enda stutt milli fjalls og fjöru og umhverfi bæjarins allt afar fagurt og mannlíf gott. Mosfellsbær starfrækir sjö leikskóla sem hver og einn státar af metnaðarfullri stefnu og starfsháttum. Leikskólarnir eru; Hlaðhamrar með 80 börn, Hlíð með 82 börn, Hulduberg með 112 börn, Höfðaberg með 54, 5 ára börn, Krikaskóli, samrekinn leik- og grunnskóli með 100 leikskólabörn og 100 grunnskólabörn, Leirvogstunguskóli með 70 börn, og Reykjakot með 85 börn.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.


Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun
  • Framhaldsmenntun kostur
  • Reynsla af því að starfa með börnum eða sambærilegu sem nýtist í starfi
  • Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi og metnaður fyrir að vinna með börnum er skilyrði
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi er æskilegt
  • Ef ekki er hægt að ráða leikskólakennara kemur til greina að ráða fólk með aðra menntun og reynslu.

Umsóknarfrestur er til og með 30. maí 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum skal senda á hvern leikskóla fyrir sig, sjá upplýsingar á www.mos.is um heimasíður leikskólanna. Nánari upplýsingar um störfin veita leikskólastjórar viðkomandi leikskóla. Um framtíðarstörf er að ræða, starfshlutfall er samkomulag. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Til baka