Lesa meira

Stuðningsfulltrúi óskast á heimili fyrir börn

06.07.2018 08:30

MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR STUÐNINGSFULLTRÚA TIL VINNU Á HEIMILI FYRIR BÖRN

Heimili fyrir börn i í Mosfellsbæ leitar eftir öflugum og framsæknum starfsmanni í hlutastarf. Helstu verkefni eru að aðstoða börnin við allar athafnir daglegs lífs, stuðla að aukinni færni og sjálfstæði barnanna auk þess að starfa eftir þeim áherslum sem heimilið byggir á út frá hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Um 30% starfshlutfall, kvöldvaktir og aðra hvora helgi er að ræða.

Starfað er samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar og lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Góð almenn menntun
  • Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum er æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Stundvísi, rík þjónustulund, áreiðanleiki og jákvæðni í starfi er nauðsynleg
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi

Umsóknarfrestur er til og með 01. ágúst 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá skulu berast á netfangið maja@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Anna María Aradóttir, forstöðumaður Heimili fyrir börn í síma 566-8803. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands ísl. sveitarfélaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

pdf skjalSjá auglýsingu (.pdf)
Til baka