Lesa meira

Lágafellsskóli leitar að starfsfólki

10.08.2018 11:34
 

Má bjóða þér að vera hluti af góðum og öflugum starfsmannahópi sem vinnur saman að því að mæta ólíkum einstaklingum í krefjandi verkefnum. Lágafellsskóli í Mosfellsbæ er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem 1. - 2. bekkur er staðsettur í útibúi skólans, Höfðabergi,  ásamt 5 ára leikskóladeildum.

Laus störf til umsóknar:

Umsjónarkennarastaða á miðstigi, 100% starfshlutfall.

Umsjónarkennarastaða á unglingastigi, 100% starfshlutfall. Kennslugreinar íslenska og náttúrufræði. Tímabundin staða til árs vegna leyfis.

Íslensku- og stærðfræðikennsla á unglingastigi, 60% starfshlutfall.

Leikskólakennara til starfa á 5 ára deildum Höfðabergs.  Starfshlutfall 100%. Ef ekki fást leikskólakennarar til starfa verða aðrar umsóknir skoðaðar.

Skólaliða í Höfðaberg. Vinnutími 07:50 - 13:00.

Stuðningsfulltrúa í 55% -100% starfshlutfall.

Frístundaleiðbeinendur.  Vinnutími frá 13:00 -16:00/17:00. Möguleiki á starfi einstaka daga.

Nánari upplýsingar um störfin er að finna á www.mos.is og www.lagafellsskoli.is. Einnig veitir Jóhanna Magnúsdóttir skólastjóri upplýsingar í síma 5259200/8968230. Umsóknir með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist rafrænt á netfangið johannam@lagafellsskoli.is

Til baka