Nokkrar lausa stöður í Varmárskóla

13.09.2018 15:18

Virðing – Jákvæðni – Framsækni - Umhyggja

Varmárskóli er heildstæður grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið er í þremur byggingum, yngri deild, eldri deild og Brúarlandi. Varmárskóli leggur upp með gildi Mosfellsbæjar sem eru virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. Skólinn er staðsettur í náttúruparadís og lögð er áhersla á nýtingu umhverfis í námi nemenda

Vegna aukinna verkefna vantar í eftirtalin störf:

 • SÉRKENNARA
 • ÞROSKAÞJÁLFA
 • NÝBÚAKENNARA (getur verið hlutastarf) – reynsla af vinnu með flóttamönnum æskileg
 • STUÐNINGSFULLTRÚA
 • STARFSMANN Á BÓKASAFN á unglingastigi 8-14.30
 • GRUNNSKÓLAKENNARA í forföll í sex vikur frá október og svo aftur eftir áramót í 8 vikur, möguleiki á 80-100% starfi út skólaárið.
 • DEILDARSTJÓRI í 1.-6.bekk tímabundið út skólaárið. Umsjón með sérfræðiþjónustu og öðrum verkefnum
 • AÐSTOÐARMATRÁÐUR

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Menntun samkvæmt gildandi samningum, ef ekki fæst fólk með réttindi er annað skoðað
 • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður
 • Góð færni í samvinnu og samskiptum

Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.


Frekari upplýsingar veitir Þóranna Rósa Ólafsdóttir skólastýra í síma 899 8465. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið thoranna(hjá)varmarskoli.is.

Umsóknarfrestur er til 29.september 2018.


Hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um.

Sjá auglýsingu (pdf)

Til baka