Leikskólinn Hulduberg auglýsir stöðu sérkennslustjóra

05.11.2018 15:18

Hulduberg er sex deilda leikskóli með 120 börn á aldrinum eins árs til fjögura ára. Fjórar deildir eru aldursblandaðar og tvær deildir eru með yngstu börnin, en mikið samstarf er á milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli.

Starfssvið:

  • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum, annast frumgreiningu og ráðgjöf til starfsmanna
  • Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu
  • Veitir foreldrum barna sem njóta sérkennslu stuðning, fræðslu og ráðgjöf
  • Heldur utan um teymisfundi og sinnir verkefnum er varða sérkennslu sem yfirmaður felur honum
  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, aðalnámsskrá leikskóla og stefnu Mosfellsbæjar

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur háskólamenntun
  • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
  • Reynsla af starfi með börnum á leikskólaaldri
  • Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi

Um er að ræða hlutastarf þar sem vinnutími og vinnufyrirkomulag er samkomulag. Starfið getur hentað þeim sem eru í fjarnámi eða kennurum sem vilja minnka við sig vinnu.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru höfð að leiðarljósi.

Umsóknarfrestur er til og með 19. nóvember 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið hulduberg@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Þuríður Stefánsdóttir leikskólastjóri eða Guðrún Viktorsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 586-8170.

Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið

Sjá auglýsingu
Til baka