Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla

29.11.2018 11:37

Laus staða leikskólakennara í Krikaskóla í Mosfellsbæ

Krikaskóli er leik- og grunnskóli og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2018-2019 verða um 215 börn á aldrinum 2ja-9 ára í skólanum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skólastefnu skólans og uppbyggingu á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Leikskólakennari óskast til starfa. Um 100% framtíðarstarf er að ræða. Menntun og reynsla á sviði yngri barna er æsileg en ef ekki fæst uppeldismenntaður aðili munu aðrar umsóknir skoðaðar. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambandsins við FL eða Starfsmannafélag Mosfellsbæjar.


Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Áhugi á að vinna með börnum
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góð færni í samskiptum
  • Aldurstakmark 18 ára og eldri

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2018.

Frekari upplýsingar á heimasíðu Krikaskóla www.krikaskoli.is og senda má inn fyrirspurn og/eða umsókn um starfið á netfangið krikaskoli@krikaskoli.is. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Krikaskóla Þrúður Hjelm thrudur@krikaskoli.is eða Ágústa Ólafsdóttir sviðsstjóri Krikaskóla agusta@krikaskoli.is í síma 578-3400. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum karla jafnt sem konur að sækja um starfið.

Sjá auglýsingu (.pdf 184 kb)


Til baka