Leikskólinn Hlíð – aðstoð í mötuneyti

29.11.2018 10:37

Leikskólinn Hlíð í Mosfellsbæ leitar að aðstoðarmanni í mötuneyti

Hlíð er um 80 barna leikskóli sem skipt er í 5 deildir. Áhersla er á hlýlegt og gott andrúmsloft og tilfinningalegt öryggi barnanna. Leikskólinn leggur áherslu á vináttu, umhverfismennt og læsi. Unnið er með ákveðið kennsluefni í vináttu í tengslum við Barnaheill. Á næstu misserum verður unnið að því að breyta Hlíð í ungbarnaleikskóla fyrir börn frá 1 til 3ja ára

Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á matreiðslu og næringu ungra barna og hefur metnað í þeim efnum. Aðstoðarmaður er staðgengill matráðs. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfshlutfall getur verið 75% -100% og er staðan laus um næstu áramót.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.


Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Áhugi á matreiðslu og næringu barna
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 14. desember 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið ragnheidur@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið gefur Ragnheiður Halldórsdóttir leikskólastjóri í síma 566-7375 eða 666-1118. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Sjá auglýsingu (.pdf)

Til baka