Helgafellsskóli - Grunnskólakennarar óskast

06.12.2018 14:50

VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM GRUNNSKÓLAKENNARA TIL STARFA Í 50% STARF.

Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi.

Við óskum eftir að ráða grunnskólakennara í 50% starf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða. Grunnskólakennari starfar samkvæmt lögum og reglugerð um grunnskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Mosfellsbæjar. Viðkomandi vinnur að uppeldi og menntun grunnskólabarna.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.


Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leyfisbréf grunnskólakennara
  • Áhugi á að starfa með börnum
  • Áhugi á samstarfi og teymiskennslu
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
  • Áhugi á starfsþróun og fjölbreyttum áherslum í skólastarfi
  • Íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018.

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið rosai@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri í síma 694-7377. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Sjá auglýsingu  (.pdf 177 kb)
Til baka