Helgafellsskóli - tómstundafræðingur óskast

06.12.2018 15:20

VIÐ LEITUM AÐ ÖFLUGUM TÓMSTUNDAFRÆÐINGI TIL STARFA.

Viltu vera með í að móta og þróa nýjan skóla í fallegu umhverfi sem opnar í Helgafellslandi í Mosfellsbæ í janúar 2019. Umgjörð skólans er heildstætt skólastarf í leik- og grunnskóla þar sem samþætt er nám, leikur og frístundir. Í skólanum verður unnið út frá fjölbreyttum kennsluaðferðum og vellíðan nemenda verður í fyrirrúmi.

Helgafellsskóli óskar eftir að ráða tómstundafræðing í fullt starf til að sjá um frístunda- og félagsstarf skólans ásamt því að koma að félagsfærni nemenda í samstarfi við kennara skólans. Starfsupphaf frá og með 15. janúar 2019, eða eftir samkomulagi. Um framtíðarstarf er að ræða.

Verksvið tómstundafræðings verður að halda utan um frístunda- og félagsstarf Helgafellsskóla fyrir og eftir kennslu. Jafnframt mun hann koma að eflingu félagsfærni nemenda í samstarfi við umsjónarkennara skólans.

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun á sviði tómstunda-/félagsmálafræða kostur.
  • Reynsla af starfi með börnum
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Áhugi á samstarfi og samvinnu
  • Íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 22. desember 2018. 

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið rosai@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Rósa Ingvarsdóttir skólastjóri í síma 694-7377. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Ráðið er í öll störf óháð kyni.

Sjá auglýsingu (.pdf 176 kb)


Til baka